Alþjóðadómstóllinn (ICJ)

0
672

peacepalace.jpgAlþjóðadómstóllinn í Haag er helsta stofnun Sameinuðu þjóðanna sem kveður upp dóma að lögum. Aðeins lönd, en ekki einstaklingar, geta flutt mál fyrir dómstólnum. Hafi land ákveðið að leggja mál fyrir dómstólinn er það skuldbundið til að hlíta dómi hans. Aðrar stofnanir SÞ geta leitað lagalegra leiðbeininga hjá dómstólnum. Það sem skilur Alþjóðadómstólinn (ICJ) frá Alþjóðlega sakamáladómstólnum (ICC) er að ICJ dæmir einungis í málum ríkja, ekki einstaklinga.