Alþjóðalög

0
786

bannerlaw.jpg

Í sáttmála Sameinuðu þjóðanna er samtökunum falið að taka að sér skráningu og þróun alþjóðalaga. Þeir rúmlega fimm hundruð sáttmálar, milliríkjasamningar og viðmiðanir sem sú vinna hefur skilað, mynda lagaramma sem stuðlar að alþjóðlegum friði og öryggi og efnhagslegri og félagslegri þróun. Ríki sem staðfesta þessa sáttmála eru lagalega bundin af þeim.

peacepalace.jpgAlþjóðalaganefndin undirbýr frumvörp á sviði alþjóðalaga sem taka má upp í sáttmála og aðildarríki geta staðfest. Alþjóðaviðskiptalaganefndin þróar reglur og viðmiðunarreglur í því skyni að samræma og greiða fyrir lagasetningu um alþjóðleg viðskipti. Sameinuðu þjóðirnar hafa líka verið í fararbroddi samningar alþjóðlegra umhverfislaga. Hafréttarsáttmálinn hefur að markmiði að tryggja jafnan rétt allra að auðlindum hafsins, vernda það fyrir mengun og greiða fyrir siglingum og rannsóknum. Sáttmálinn gegn ólöglegum viðskiptum með fíkniefni er helsti alþjóðasáttmáli gegn eiturlyfjasmygli. Sameinuðu þjóðirnar eru líka helsti vettvangur starfs til að setja rammalöggjöf gegn hryðjuverkum.

Nánari upplýsingar á ensku: