Flóttamannastofnun SÞ – UNHCR

0
792

unhcr.jpgFlóttamannastofnun SÞ (UNHCR) var stofnuð árið 1951 til að finna heimili fyrir 1,2 millj. evrópska flóttamenn sem misst höfðu heimili sín í kjölfar seinni heimstyrjaldarinnar. Í dag heyra yfir 20 milljónir manna í rúmlega 140 löndum undir starfssvið UNHCR.

Í upphafi var UNHCR hugsað sem tímabundin skrifstofa sem aðeins átti að starfa í 3 ár. Í dag rúmar skrifstofan eina af mikilvægustu mannúðarsamtökum heimsins með aðsetur í Genf og útibú í yfir 120 löndum. Yfir 80% af starfsliði UNHCR, sem telur 5.000 manns, vinnur þar sem vandamálin rísa, oft á einangruðum stöðum, við hættulegar og erfiðar aðstæður. UNHCR hefur tvisvar sinnum hlotið friðarverðlaun Nóbels fyrir störf sín, árin 1954 og 1981.

Núverandi flóttamannafulltrúi er António Guterres. Hann gerir skýrslu til allsherjarþingsins á hverju ári gegnum Efnahags- og félagsmálaráðið (ECOSOC).
{mospagebreak title=Hverjir eru flóttamenn?}

Hverjir eru flóttamenn?

Samkvæmt Flóttamannasamning SÞ eru flóttamenn þær manneskjur sem flýja heimaland sitt vegna yfirvofandi hættu á ofsóknum vegna kynþátta, trúarbragða, þjóðernis, stjórnmálalegrar sannfæringar eða aðildar að sérstökum félagslegum hópi – og geta ekki, eða óska enn sem komið er ekki að snúa aftur heim.

Lögfræðileg staða flóttamanna er skilgreind í tveimur samningum. Annar er samningur frá 1951 og hinn bókun við flóttamannasamning frá 1967, sem skilgreina réttindi og skyldur flóttamanna.

Á síðustu árum hefur UNHCR að auki fengið það verkefni að hjálpa öðrum en þeim sem beinlínis heyra undir starfssvið flóttamannahjálparinnar. Það er að segja, ekki aðeins eiginlegum flóttamönnum, heldur einnig öðrum sem lifa við svipaðar aðstæður og flóttamenn. Hér er um að ræða fólk sem hefur öðlast rétt til verndunar vegna þess hóps sem það tilheyrir eða hafa af einskærum mannúðarástæðum þörf fyrir aðstoð án þess að vera formlega viðurkennt sem flóttamenn. Einnig getur verið um að ræða fólk sem hefur nauðugt þurft að yfirgefa heimili sitt, en býr annars staðar í sínu eigin landi. Þetta fólk er í auknum mæli fólk sem orðið hefur fórnarlömb borgarastyrjalda. UNHCR hefur einnig hjálpað fólki á umsetnum svæðum, svo sem í Sarajevó í átökunum í fyrrum Júgóslavíu.
{mospagebreak title=Hvað gerir UNHCR?}

Hvað gerir UNHCR?

Starf UNHCR er mannúðarstarf samkvæmt starfssviði þess og ekki stjórnmálalegs eðlis. Grundvallarreglugerð UNHCR ætlar því tvö aðalverkefni, sem eru mjög tengd – að vernda flóttamenn og að leita varanlegra lausna á vandamálum þeirra. Upprunalegt hlutverk UNHCR og ennþá það mikilvægasta, er að tryggja alþjóðlega verndun og grundvallar mannréttindi fyrir flóttamenn. Meginatriðið er að engan flóttamann má senda óviljugan aftur til þess lands sem hann eða hún telur sig hafa góðar ástæður til að óttast ofsóknir í.

Vaxandi fjöldi flóttamanna á seinustu áratugum hefur haft hlutfallsleg áhrif á þróun starfs UNHCR. Einkennandi fyrir núverandi starf UNHCR er verndun og aðstoð til stórra hópa flóttamanna – einstök tilfelli heyra þó ekki undir þennan þátt – sem flýja frá ofsóknum, árekstrum og mannréttindabrotum. Þar við bætist, að nokkrar ríkisstjórnir, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og öryggisráðið hafa á síðastliðnum árum beðið UNHCR um, ekki einungis að aðstoða fólk, sem hefur farið yfir alþjóðleg landamæri, heldur einnig heimilislausa eða "flóttamenn í eigin landi" (internally displaced persons, IDPs).

Til dæmis fól aðalframkvæmdastjórinn UNHCR árið 1991 það verkefni, að stjórna mannúðarstarfi SÞ í fyrrum Júgóslavíu, þar sem flóttamannahjálpin aðstoðaði um það bil 3,5 milljónir raunverulegra flóttamanna, flóttamenn í eigin landi og annað fólk sem orðið hafði fórnarlömb stríðsins allan þann tíma sem átökin stóðu yfir. Sérfræðikunnátta flóttamannahjálparinnar kom einnig að notum þegar hjálpa þurfti svo til öllum íbúum Bosníu-Hersegóvínu, sem sagt einnig fólki sem hvorki voru flóttamenn né heimilislausir. Samkvæmt Dayton-samkomulaginu hefur UNHCR nú fengið það verkefni að aðstoða við heimflutning flóttamanna og burtflæmdra til Bosníu-Hersegóvínu

Andstætt reynslunni í Evrópu og vissum hlutum Afríku og Asíu kringum 1990, var jákvæð þróun í fjölda landa. Til dæmis var tilkynnt árið 1994 að meira en 2 milljónir flóttamanna hefðu af frjálsum vilja snúið aftur til heimalands síns. Flest tilfelli áttu sér stað í Afríku og Asíu. Mósambík hefur verið eitt þeirra landa þar sem UNHCR átti að hjálpa fólki að snúa aftur heim.

UNHCR aðstoðar þar að auki og hefur eftirlit með hvernig flóttamönnum, sem nýlega hafa snúið aftur til heimalands síns, eru útveguð ný húsakynni og fylgist með aðlögun þeirra að nýjum staðháttum. Án verndar yfirvalda í heimalöndum sínum og oft fjarri fjölskyldum sínum og nánasta umhverfi eru flóttamenn varnarlausir gagnvart ofbeldi. Flóttakonur og börn þeirra og aldraðir eru þó viðkvæmasti hópurinn.
{mospagebreak title=Verndunarhlutverk}

Verndunarhlutverk

Til að framfylgja verndarhlutverki sínu hvetur UNHCR til dæmis til alþjóðlegrar þátttöku í samningum um flóttamenn og hefur stöðugt eftirlit með því að ríkisstjórnir landanna standi við gerða samninga. Þótt flóttamönnum takist ef til vill að flýja frá yfirvofandi mannréttindabrotum í heimalöndum sínum geta flóttamenn orðið fyrir nýjum ógnum í landinu sem leitað er hælis í. Kynferðislegt ofbeldi, misnotkun og aðrar tegundir ofbeldis er því miður orðinn hluti af þungbærri reynslu sumra flóttamanna. UNHCR starfar bæði í stórbæjum og fjarlægum flóttamannabúðum og á landamærasvæðum í því skyni að veita vernd og draga úr ofbeldisfullu athæfi.

Samhliða verndarhlutverkinu aðstoðar UNHCR flóttamenn við að samhæfa tilraunir til að útvega húsaskjól og tryggja aðföng matar og vatns, heilbrigðis- og hjúkrunar aðstoð við hamfarir.

{mospagebreak title=Langtíma lausnir}

Langtíma lausnir

Flóttamannavandamál er hægt að leysa. Flestir flóttamenn yfirgefa aðeins lönd sín í ýtrustu neyð og vilja gjarna fara aftur heim eins fljótt og aðstæður leyfa. UNHCR leitast við að finna lausn á flóttamannavandanum, lausn sem er haldbær til frambúðar. Fyrst þarf að hjálpa flóttamönnunum til að snúa aftur heim – af fúsum vilja, í öryggi og með virðingu. Í tilvikum þar sem ekki er hægt að veita flóttamönnum aftur ríkisfang sitt hjálpar UNHCR flóttamönnum við að aðlagast samfélaginu í fyrsta gistilandinu eða að flytja til þriðja lands þar sem þeir geta unnið fyrir sér og lifað eðlilegu lífi.

Til að tryggja að flóttamenn og burt flæmdir geti byggt upp nýja tilveru eftir að hafa snúið heim aftur hefur UNHCR samvinnu við mörg samtök. Ef takast á að búa vel að fólki þarf ekki síst að gangsetja þróunarverkefni á svæðum sem hafa eyðilagst í styrjöld. Annars hefur fólkið sem komið er til baka enga möguleika á að þéna til lífsviðurværis.

UNHCR aðstoðar við eftirlit með lífs- og atvinnukjörum þeirra sem snúa aftur til heimalandsins eftir að þeir hafa endurheimt ríkisfang sitt. Á áratugnum 1980-90 og í byrjun áratugarins 1990 flúðu til dæmis um það bil 1,7 milljón manna frá Mósambík og mynduðu þeirra tíma stærstu flóttamannanýlendu í Afríku og eina af þeim stærstu í heiminum. Á árunum milli 1992 og 1995 snéru svo til allir flóttamennirnir frá Mósambík aftur heim, margir þeirra fyrir tilstilli UMHCR. Við heimkomuna fundu þeir land sitt eyðilagt eftir 16 ára styrjöld. En þeir fundu einnig UNHCR og hjálparaðila þeirra, sem voru reiðubúnir til að hjálpa þeim við að hefja enduruppbygginguna. Framkvæmdaáætlun fyrir svæðin var hrint í framkvæmd til að hefja viðgerðir á vegum og brúum, auka aðföng hreins vatns og bæta menntunar- og heilbrigðiskerfin. Verkfæri og sáðkorn voru látin bændunum í té til að stuðla að enduruppbyggingu efnahagsins (sem aðallega byggist á landbúnaði) og sjá til þess að svæðin fengju ný fæðuaðföng

Milljónir flóttamanna sem ekki hafa getað snúið heim aftur, hafa átt kost á því að öðlast nýja tilveru með rausnarlegri hjálp frá gistilöndum um allan heim.
{mospagebreak title=Aðstoðin hefst í heimalandinu}

Aðstoðin hefst í heimalandinu

Ein að aðferðunum til að fyrirbyggja er að koma á fót "viðvörunarkerfi" sem fylgist með ástandi mála. Tilgangurinn er að tryggja að alþjóðlegir fulltrúar séu til staðar og að tekið sé á vandamálunum áður en samfélögin leysast upp, viðhorf breytast, bardagasvæði myndast og vopnuð átök brjótast út. Með þetta í huga hefur UNHCR nýverið hrint í framkvæmd fyrirbyggjandi framkvæmdum með útsendum starfsmönnum í fimm fyrrum sovéskum lýðveldum í Mið-Asíu – öll þar sem hættulegt spennuástand hefur skapast í kjölfar breytinga, frelsis, lýðræðis og umskipta yfir í markaðshagfræði.

Tilraunir til að finna framtíðarlausnir á vandamálum í sambandi við flótta fólks frá heimilum sínum eru samt í rauninni stjórnmálalegt vandamál. Þess vegna þurfa hinar einstöku ríkisstjórnir og hið alþjóðlega samfélag að taka á vandamálunum. Sameiginlegt átak á mörgum sviðum er nauðsynlegt til að tryggja: virðingu fyrir mannréttindum; stuðla að friði og öryggi innan hvers ríkis og milli ríkjanna; stuðla að sjálfbærri þróun; og eftirlit með landflótta í stórum stíl. Svæðaverkefni eins og hin alþjóðlega ráðstefna um miðameríska flóttamenn árið 1989 og áframhaldandi samningaviðræður SNG-landanna (fyrrum sovésku lýðveldin) eru mikilvæg skref í þessa átt.
{mospagebreak title=Aðrir samstarfsaðilar}

Aðrir samstarfsaðilar

UNHCR vinnur með ríkisstjórnum og frjálsum samtökum (Non-Governmental Organizations: NGO). Innan Sameinuðu þjóðanna eru nánustu samvinnuaðilarnir Matvælaáætlun SÞ (WFP), sem aðstoðar með matvæli og annað mikilvægt fæðuhráefni fyrir flóttamenn. Aðrir samvinnuaðilar eru Barnahjálp SÞ (UNICEF) Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og Þróunarverkefni SÞ (UNDP). Rauði krossinn og önnur samtök eins og alþjóðasamtökin fyrir fólk sem flyst milli landa (International Organisation for Migration), eru einnig mikilvægir bandamenn um allan heim

Yfir 200 samtök sjálfboðaliða (NGO) vinna saman að verkefnum UNHCR um neyðaraðstoð og um lögfræðilega aðstoð. UNHCR hefur samband við því sem næst 1.000 frjáls samtök (NGO) sem á einn eða annan hátt vinna í þágu flóttamanna.

Fjöldi annarra samtaka, sem yfirleitt sinna ekki flóttamönnum, hafa einnig gerst samstarfsaðilar UNHCR, en það sýnir umfang og margbreytileika vandamálanna. Friðargæslusveitir SÞ hafa til dæmis gegnt mikilvægu hlutverki hvað snertir verndun flóttamanna í fyrrum Júgóslavíu.

Framvegis munu fjármálastofnanir eins og Alþjóðabankinn að líkindum auka þátt sinn í starfinu, í sambandi við hin félagslegu og efnahagslegu vandamál sem fylgja í kjölfar flóttamannastraumsins.
{mospagebreak title=Hvernig er UNHCR fjármagnað?}

Hvernig er UNHCR fjármagnað?

UNHCR er fjármagnað með frjálsum framlögum að langmestu leyti. Fjárframlögin koma frá ríkisstjórnum, frjálsum samtökum og einstaklingum. Fimmtán mikilvæg gefendalönd hafa á liðnum árum lagt til fjármagn sem nemur um það bil 95% af fjármunum sem UNHCR hefur til starfs síns. Á síðustu árum hefur fjöldi starfsmanna á vegum flóttamannahjálparinnar aukist ört vegna nýrra neyðarverkefna, m.a. í norðurhluta Írak og fyrrum Júgóslavíu, Rúanda og Tetjeníu.

Útgjöld UNHCR hafa aukist í hlutfalli við ný verkefni, frá 544 milljónum bandaríkjadollara árið 1990 í yfir 1 milljarð bandaríkjadollara á ári síðan 1994, þar á meðal var aðstoð við Burundi-Rúanda og fyrrum Júgóslavíu.

Fjárhagsáætlun UNHCR skiptist í tvo hluta:

• almennar framkvæmdir sem fjalla um grundvallar, áframhaldandi aðgerðir til að vernda flóttamenn og aðstoðarmál sem eru skipulögð og viðurkennd með góðum fyrirvara; og

• Sérstök verkefni vegna neyðarverkefna fyrir flóttamenn, frjáls endurheimta ríkisborgararéttar og verkefni er varða þá sem ekki eru flóttamenn

Auk frjálsra framlaga fær UNHCR einnig mjög takmarkað framlag – minna en 2% heildarkostnaðar- frá almennum fjárlögum SÞ. Þetta fjármagn er eingöngu notað til stjórnunarverkefna.

Framlögin eru einnig í formi varnings og þjónustu. Árið 1994 fékk UNHCR til dæmis hráefni að verðmæti 36 milljóna bandaríkjadollara. UNHCR hefur einnig fengið flutningaflugvélar til afnota og þar að auki hveiti, matarolíu og skófatnað.