„Án landsins erum við ekkert.”

0
435
Aboriginals Flickr Chris Ford CC BY NC 2.0

Aboriginals Flickr Chris Ford CC BY NC 2.0

17. apríl 2015. Opinber þjónusta gufaði smám saman upp í byggð frumbyggja í Oombulgurri í norðurhluta Ástralíu. Síðasti opinberi staður sem var lokað, var lögreglustöðin.

Fyrst var verslunum lokað og þá gat fólk ekki lengur keypt mat og aðrar nauðsynjar. Þá var dyrum skólans og heilsugæslunnar lokað í síðasta skipti. Loks var skorið á rafmang og vatn.

Frumbygginn Stella Albert, sjö barna móðir var ein af þeim síðustu sem gafst upp og flutti burt.

„Ég hélt að ég myndi njóta elliáranna í Oomby en það mun ekki gerast,” sagði hún í viðtali við áströlsku sjónvarpsstöðina ABC. „Ég var sorgmædd og grét þegar við forum, við eigum enn hluti í húsinu.”

„Lífstíll”

Aboriginals 400 px Flickr Rusty Stewart CC BY NC ND 2.0Frá því 2011 hefur ryk safnast á sögu Oombulgurri rétt eins og yfirgefin hús bæjarins. En á síðustu mánuðum hefur ryki verið dustað því fólk óttast að sagan endurtaki sig.

Stjórn Vestur-Ástralíu hefur tilkynnt að allt að 150 afskekktar byggðir frumbyggja eigi ekki framtíð fyrir sér. Ríkisstjórn sambandsríkisins hefur skrúfað fyrir fjárframlög sem héldu lífinu í byggðunum og þar með eru þær „ólífvænlegar,” að sögn Colin Barnett oddvita fylkisstjóranrinnar.

Það var eins og olíu hefði verið hellt á eld þegar Tony Abbott, forsætisráðherra varði ákvörðun fylkisstjórnarinnar 10.mars síðastliðinn. „Það er ekki hlutverk skattgreiðenda að niðurgreiða lífstíl annara.”

Orð forsætisráðherrans um að það væri spurning um „lífsstíl” að frumbyggjar hefðust við á löndum forfeðra sinna, féllu í grýttan jarðveg.

Deilur um eignarhald

Saga frumbyggja Ástralíu spannar að minnsta kosti 50 þúsund ár. Landið hefur ævinlega haft meiri andlega þýðingu í augum þeirra en tíðkast í Aboriginals Flickr Marcus Bichel Lindegaard CC BY 2.0vestrænni menningu. Eignarhald frumbyggja á löndum forfeðranna er hins vegar umdeilt, í mörgum tilvikum.

Rætur ágreiningsins má rekja til nýlendutímans. Breskir landnemar drógu almennt í efa tengsl frumbyggja við landið vegna þess að þeir byggðu það ekki á þann hátt sem Breatr þekktu, það er að segja með því að reisa hús og yrkja landið.

Enn þann dag í dag eru áströlsk lög um eignarhalda í andstöðu við Yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna um réttindi frumbyggja. Frumbyggjar verða til dæmis að sýna fram á að þeir hafi búið á landið óslitið frá því á nýlendutímanum.

James Anayia, sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna um málefni frumbyggja hvatti áströlsku ríkisstjórnina árið 2009 til að leysa landaerjur án tafar.

„Aðgerða er þörf til að tryggja réttindi frumbyggja til landsins, auðlinda og merkra staða,” skrifaði Anayia í skýrslu eftir vettvangsrannsókn í Ástralíu.

„Vissulega kann að vera flókið úrlausnarefni að útvega afskekktum byggðum þjónustu, en frumbyggjum sem þar búa, eiga rétt á sams konar félagslegum- og efnahagslegum réttindum og aðrir landsmenn, án þess að þurfa að gefa upp á bátinn mikilvæg menningarleg atriði og lífshætti sína.”

Standa höllustum fæti

Aboriginals Flickr Rusty Stewart CC BY NC ND 2.0Auk kostnaðar við að halda úti afskekktum byggðum, eru ákvarðanir réttlættar með þörf á á því að stemma stigu við útbreiðslu glæpa í þorpunum.

Til dæmis voru sex fullorðnir ákærðir fyrir kynferðisbrot gegn börnum árið 2007 í Oombulgurri. Heimilisofbeldi var ógnvænlega algengt og drykkjuskapur mikill. Brottfluttir íbúar kenndu litlum hópi um þessi vandræði en tölfræðin bendir til þess að vandinn sé kerfisbundinn.

Frumbyggjar koma hlutfallslega oftar við sögu en aðrir Ástralír í barnaverndar- og glæpamálum og heimilisofbeldi er algengt. Þeir standa höllum fæti í samfélaginu, eftir að hafa sætt aldalangri mismunun. Þeir eru eftirbátar annara landsmanna hvað menntun, heilbrigði og lífsafkomu varðar. Munurinn er svo mikill að lífslíkur frumbyggja eru ellefu árum skemmri en annara.

Hins vegar virðist það ekki hafa leyst neinn vanda hingað til að flytja fólk nauðungarflutningum til borga. Erindrekinn Anayia bendir á að heldur minni félagslega vandamál séu á meðal frumbyggja í heimahögunum en í fjölmennari samfélöglum. Þeir eiga ekki síður erfitt uppdráttar á vinnumarkaði í borgum en þorpum sínum. Biðlisti yfir húsnæði á vegum ríksins er allt að tíu ár og því neyðast heimilislausir frumbyggjar að tjalda í alemnningsgörðum.

Stella Albert hafði í ekkert hús að venda eftir að hún hrökklaðist frá Oombulgurri. Hún settist að í tjaldi í útjaðri bæjarins Wyndham.
„Mér líkar ekki hér því krakkarnir lenda í vandræðum. Stelpurnar þvælast úti á götum á kvöldin, strákarnir stela bílum og meira að segja börn drekka sig full,” segir Albert

Flestir brottfluttir íbúar þorpanna vonast til að geta snúið heim einn góðan veðurdag.
„Ég vil geta gengið í fótspor afa míns, veitt fisk á sömu slóðum og ömmur mínar og hlaupið þar sem frændur mínir hlupu,” sagði Sean Meehan, einn hinni brottflutti við ABC sjónvarpsfréttirnar.

„Án landsins erum við ekkert.”

(Úr Norræna fréttabréfi UNRIC, hér í heild)

Skýrslu sérstaka erindrekans má finna hér.

Myndir:

 1.) Frumbyggjar hafa einstakt, andlegt samband við landið.Flickr/Chris Ford.

2.) Angelina Luck að veiðum á löndum forfeðranna 350 kílómetra norðaustan við Alice Springs.Flickr/Rusty Stewart.

3.) Árekstrar hafa orðið vegna mismunandi afstöðu til lands.Flickr/Bichel Lindegaard.

4.) Hunang er hefðbundið sætuefni frumbyggja. Flickr/Rusty Stewart.