Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn varar við hættumerkjum í íslensku efnahagslífi

0
133
Reykjavík
Reykjavík. Mynd: Johannes Jansson/norden.org

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn. Ísland hefur sýnt af sér mikla þrautseigju til að standa af sér ýmis áföll frá 2019, að mati sendinefndar IMF, Alþjóða gjaldreyrissjóðsins, sem hefur nýlokið úttekt á Íslandi eftir heimsókn til landsins. Niðurstaða sendinefndarinnar er að vonir um hagvöxt séu almennt góðar, þótt greina megi nokkurn óstöðugleika og hættumerki.

Þar á meðal megi nefna þráláta verðbólgu, spennu í kringum komandi kjarasamninga-viðræður og alþjóðlegt fjármálaástand.

Mynd: Karin Beate Nøsterud/norden.org

Sendinefndin dvaldist á landinu 25.apríl til 9.maí. Í yfirlýsingu í lok heimsóknarinnar varaði hún við því að þar sem hagkerfið ofhitnaði og verðbólga væri hærri en ætlað væri, þyrfti að beita þjóðhagslegu aðhaldi en vernda á sama tíma viðkæmustu hópanna

Uppbyggingarlegar umbætur væru aðkallandi til að auka fjölbreytni og efla sjálfbærni og fremleðini helstu útflutningsatvinnuvega og ferðaþjónustu. Komandi viðræður um kjarasamaninga væru tækifæri til að aðlaga rauntekjur að aukningu framleiðni.

Sjá yfirhlýsingu IMF í heild hér.