Árásir stefna hjálparstarfi í Darfur í voða

0
444

26. mars 2008 – Árásir á hjálparstarfsmenn í veturhluta Darfur grafa undan hjálparstarfi í þessu stríðshrjáða héraði Súdans, að sögn samræmanda mannúðaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna.  

 Samræmandinn, frú Ameerah Haq segir í yfirlýsingu í dag að allar stofnanir sem ynnu að mannúðarmálum í Súdan fordæmdu hvers kyns ofbeldisverk í Darfur þar sem uppreisnarmenn hafa barist við stjórnarherinn og vígasveitir tengdar honum frá því árið 2003. 
Mohamed Ali, ökumaður á vegum Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) var skotinn til bana á mánudag og aðstoðarmaður hans alvarlega særður. Óþekktir byssumenn réðust á þá á þjóðveginum til Nyala, höfuðstaðar suður Darfur
Tveir aðrir ökumenn á vegum WFP voru stungnir til bana um helgina í suður Súdan. Hjálparstarfsmenn mega þola mannrán og manndráp víða í Súdan, einkum í Darfur. 
Skrifstofa frú Haq sagði í yfirlýsingu að allir sem ynnu að mannúðarmálum krefðust þess að endi yrði bundinn á árásir, fórnarlömbum mannræningja yrði sleppt og þeim refsað sem bæru ábyrgð á árásum á hjálparstarfsmenn hvar sem er í Súdan. 
Meir en tvö hundruð þúsund manns hafa látist í átökum undanfarin fimm ár í Darfur og 2.2 milljónir hafa flúð heimili sín. 
Fyrr á þessu ári tók sameiginleg friðargæslusveit Sameinuðu þjóðanna og Afríkusambandsins (UNAMID) til starfa. Aðeins 9 þúsund friðargæsluliðar eru komnir á staðinn sem er langt frá þeim 26 þúsundum sem ætlað er að manna fullskipaða sveitina.