Arfur þrælasölunnar

0
956
Alþjóðlegur dagur þrælasölu yfir Atlantshafið
Arfur þrælasölunnar. Mynd/UNESCO

Þrælasalan yfir Atlantshafið sem stóð í 400 ár er almennt talin glæpur gegn mannkyninu. Um 12 milljónir karla, kvenna og barna voru seld mansali og flutt eins og hverjar aðrar vöru undir þiljum á skipum frá Afríku og til nýlendna í Norður- og Suður-Ameríku. 

Ár hvert, 25.mars er Alþjóðadagur til minningar um fórnarlömb þrælahalds og þrælasölunnar yfir Atlantshafið. Þá er þeirra minnst sem létust og þjáðust vegna þrældóms og mansals. Einnig er alþjóðlega deginum ælta að vekja fólk til vitundar um hættuna af kynþáttahatri og fordómum í dag.

Þrælahald hefur viðgengist frá örófi alda. Í byrjun 16.aldar hafði þrælahald verið afnumið í Vestur-Evrópu, en þá komust landkönnuðir að því að þrælahald- og sala ríkti góðu lífi þar. Portúgalir sáu ofsjónum yfir því að ábatasöm viðskipti væru í höndum þrælasala sem játuðu íslamska trú  en þrælar voru einnig notaðir í afrískum konungdæmum.

Á eftir Portúgölum komu Spánverjar, Frakkar, Bretar, Þjóðverjar og Hollendingar og Danir. Allar tóku þessar þjóðir þátt í þrælaverslun yfir Atlantshafið.

Þrælahald

Þrælahald var nú viðurkennt sem sjálfsagður hluti af því að nema lönd í Ameríku. Var ólíkt útlit og menning notuðu til að réttlæta að hneppa Afríkubúa í þrældóm. Kynþáttahatur var ekki eina rót þrælasölu en þjónaði sem afsökun fyrir henni.

70% þrælanna unnu í sykuriðnaðinum. Innfæddir dugðu ekki til vinnu við sykurinn því þeir létust af völdum sjúkdóma, ofbeldis og þrælkunar. Afríkubúar voru seigari og tóku við hlutverki þeirra. Hagvöxtur í Evrópu á þessum tíma átti að stórum hluta rætur að rekja til vinnu afrískra þræla.

Af þeim 12 milljónum Afríkubúa sem seldir voru mansali þvert yfir Atlantshafið er talið að 1.5 milljón hafi látist á skipsfjöl af völdum harðræðis, hungurs og sjúkdóma. Önnur 15% létust á fyrstu tveimur árum. Til viðbótar voru sex milljónir seldar í þrældóm til Austurlanda og 8 milljónir innan Afríku.

Sjá hér:  https://www.youtube.com/watch?v=9edo0Qaq-ZI&feature=emb_logo