Fimmti hver fimmtán ára prófað rafrettu

0
9
Rafrettur eru orðnar vinsælli en hefðbundnar sígarettur. Mynd: Unsplash/Bastien Hervé
Rafrettur eru orðnar vinsælli en hefðbundnar sígarettur. Mynd: Unsplash/Bastien Hervé

Unglingar. Unglingadrykkja. Vímuefni. Rafrettur. Rúmlega helmingur fimmtán ára unglinga hefur drukkið áfengi og einn af hverjum fimm notað rafrettu nýlega samkvæmt nýrri könnun sem Alþjóða heilbrigðismálastfunin (WHO) í Evrópu hefur gert. Könnunin náði til Evrópuríkja, mið-Asíu og Kanada.

WHO, Alþjóða heilbrigðismálastofnunin telur að langtíma afleiðingar þessarar þróunar séu umtalsverðar og að stefnumótendur geti ekki sniðgengið alvöru málsins.

Skoskir unglingar drekka bjór.
Drukkið í Glasgow. Mynd: Dave souza
Creative Commons Attribution-Share Alike 2.5

Áfengið algengast

Áfengi er lang algengasti vímugjafinn hjá unglingum. Vel rúmlega helmingur 15 ára á þessu svæði (57%) hafa drukkið áfengið, heldur fleiri stúlkur en strákar. Þar af höfðu 40% drukkið áfengi síðustu 30 daga.

Um það til tíundi hver (9%) unglingur hafði verið verulega drukkinn að minnsta kosti tvisvar á ævinni. Þetta hlutfall hækkaði úr 5% hjá 13 ára unglingum í 20% við 15 ára aldur.

Rafrettur eru orðnar vinsælli en venjulegar.
Rafrettur eru orðnar vinsælli en venjulegar. Mynd: TBEC Review
Creative Commons Attribution 2.0

E-sígarettur eru vinsælastar

Rafrettur eða e-sígarettur verða sífellt vinsælli hjá unglingum. Þriðjungur aðspurðra fimmtán ára í könnuninni höfðu prófað rafrettu (32%) og 20% höfðu notað rafrettur á síðastliðinn mánuð. Til samanburðar höfðu 25% 15 ára reykt venjulegar sígarettur einhvern tíma á ævinni og 15% undanfarna 30 daga.

„Ég er mikið í vídeoleikjum,“ sagði Imran, 15 ára strákur sem var í úrtaki WHO/Evrópu í Svíþjóð. „Ef einhver persóna í leiknum heldur á drykk eða sígarettu, þá virkar það eðlilegt og hefur áhrif.“

Kannabisneysla minnkar aðeins
Kannabisneysla minnkar aðeins. Mynd: Chuck Grimmett/Creative Commons Attribution-Share Alike 2.0

Kannabisnotkun minnkar lítillega

Rúmlega tíundi hver 15 ára hafði einhverju sinni prófað kannabis (12%), sem er aðeins minna en í sams konar könnun 2018 (14%). 6% höfðu notað kannabis undanfarinn mánuð.

Hingað til hefur neysla verið útbreiddari hjá strákum en stelpum, en þetta virðist vera að breytast. Við 15 ára aldur er neyslan svipuð en eftir það ná stúlkur nokkurri forystu bæði hvað varðar rafrettur og áfengi.

Rafrettur eru orðnar vinsælli en hefðbundnar sígarettur. Mynd: Unsplash/Bastien Hervé Heilinn heldur áfram að þróast fram á miðjan þrítugsaldur og því er afar brýnt að vernda ungt fólk fyrir skaðlegum efnum. Mynd: WHO / Diego Rodriguez

Heilinn heldur áfram að þróast fram á miðjan þrítugsaldur og því er afar brýnt að vernda ungt fólk fyrir skaðlegum efnum. Mynd: WHO / Diego Rodriguez

 Forvarna er þörf til að vernda heilsu unglinga

 Alþjóða heilbrigðismálastofnunin telur brýnt að hrinda í framkvæmd ákvæðum samninga og ráðlegginga WHO í því skyni að minnka áfengis,- nikotín- og tóbaksvöruneyslu unglinga.

„Útbreidd notkun barna á skaðlegum efnum í ríkjum víða á Evrópusvæði WHO og víðar er alvarleg lýðheilsuvá,“ segir Hans Henri P. Kluge, forstjóri WHO í Evrópu.

Fyrirsæta sýnir notkun rafretta.
Fyrirsæta sýnir notkun rafretta. Mynd: Michael Dorausch/
Creative Commons Attribution-Share Alike 2.0

„Því miður eru börn útsett yfir markaðsstarfsemi á netinu fyrir skaðlegar vöru. Þær eru látnar líta út eins og sjálfsagður hlutur í alþýðumenningu, til dæmis í videóleikjum. WHO í Evrópu vinnur með aðildarríkjum að því að tryggja að ungt fólk hvarvetna byrji líf sitt eins vel og hægt. Það þýðir að vernda beri þau frá skaðlegum og ávanabindandi vörum sem geta skaðað lífsgæði þeirra síðar á ævinni.“