Atkvæðatalning í Zimbabwe verður að vera gagnsæ, segir Ban Ki-moon

0
460

1.apríl 2008 – Ban Ki-moon framkvæmdastjóri lagði í dag áherslu á að talning og birting atkvæða í Zimbabwe yrði að vera “fullkomlega gagnsæ.” 

  Í yfirlýsingu frá talsmanni hans, segir ban að hann fylgist náið með gangi mála í Zimbabwe frá því gengið var til kosninga þar á laugardag um þing og forseta.
 “Hann hvetur til stillingar á meðan verið er að telja og birta atkvæðatölur. Hann hvetur til fulkomlega gagnsærra vinnubragða til að þjóðin geti treyst niðurstöðunum.”
Sitjandi forseti Robert Mugabe etur kappi við Morgan Tsvangirai og Simba Makoni. Fái enginn frambjóðandi meir en helming atkvæða verður kosið aftur á milli tveggja efstu.