Ávarp framkvæmdastjórans á Alþjóðlegum degi gegn fíkniefnamisnotkun og ólöglegu smygli, 26. júní 2006

0
509

Að neyta eiturlyfja er ekki spurning um að taka ákvörðun – upplýsta ákvörðun. Engu að síður eru alltof margir í heiminum illa upplýstir um hugsanlega skaðsemi eiturlyfja. Þess vegna er nauðsynlegt að efla menntun og auka vitund til að hindra fíkniefnamisnotkun. Það er nauðsynlegt að fyrirmyndir ungmenna gangi á undan með góðu fordæmi því slíkt fólk er ekki einungis að eyðileggja sjálft sig heldur marga aðra með eiturlyfjaaneyslu.
 
   Við þurfum að auka skilning á því að eiturlyf eru ólögleg af því að þau eru vandamál, ekki vandamál vegna þess að þau eru ólögleg. Eiturlyf valda heilbrigðis- og geðrænum vanda. Fíkn veldur neytendum og aðstandendum þeirra hörmungum. Sum eiturlyf geta valdið banvænum sjúkdómum, sérstaklega HIV/Alnæmi. Þau fara ekki í manngreinarálit, hvort heldur sem um er að ræða tekjur, kynþátt, starf eða uppruna
 
   Viðleitni okkar hlýtur að beinast sérstaklega að ungu fólki. Með því að höfða sérstaklega til ungmenna, beita jafningjafræðslu og með því að nota til dæmis íþróttaiðkun til að virkja ungt, heilbrigt og sjálfsöruggt fólk.  Í því felst einnig að virkja og hvetja foreldra og kennara til að taka fullan þátt í þessari viðleitni.
 
   Starf okkar miðar einnig að því að draga úr framboði með löggæslu og með því að vinna með framleiðslulöndunum að því að gefa bændum annan valkost en ólöglega ræktun. Til að ná þessu marki þarf að berjast gegn fátækt og eiturlyfjaframboði á sama tíma
 
   Alþjóðlegi dagurinn gegn eiturlyfjamisnotkun er áminning til okkar allra að skorast ekki undan. Sameinuðu þjóðirnar eru hér til að leggja lið í þessari baráttu. Veitum fólki þær upplýsingar sem það þarf til að hafna eiturlyfjum.  
 
                                                                                   Kofi A. Annan