Ban biður stuðningsmönnum Gbagbo griða

0
477
Flóttamenn á Fílabeinsströndinni

Flóttamenn á FílabeinsströndinniBan Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur hvatt Alassane Ouattara, forseta Fílabeinsstrandarinnar (Côte d’Ivoire) til að tryggja að ekki verði gripið til hefndarráðstafana gegn forvera hans Laurent Gbagbo og stuðningsmönnum hans. Gbagbo gafst upp á mánudag eftir að hafa þráast við svo mánuðum skipti að viðurkenna úrslit kosninga í nóvember á síðasta ár.
Ban Ki-moon ræddi við Ouattara símleiðis og lýsti þeirri von að nú þegar Gbagbo væri á valdi sveita forsetans, yrði bundinn endir á blóðsúthellingar.
Ggagbo skirrðist við að láta af völdum og neitaði að viðurkenna kosningaúrslit sem Sameinuðu þjóðirnar höfðu vottað. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði að UNOCI, friðargæslusveit samtakanna á Fílabeinsströndinni myndi halda áfram að veita stjórn landsins nauðsynlega aðstoð til að halda uppi lögum og reglu. Flóttamenn ganga framhjá bifreið UNOCI. SÞ-mynd: Basile Zoma.