SÞ lofa aðstoð við endurreisn

0
482
alt

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna heitir því að samtökin standi við bakið á Fílabeinsströndinnni í að endurreisa réttarríki eftir margra vikna átök og mannréttindabrot. Laurent Gbagbo fráfarandi forseti hefur verið tekinn höndum.

alt
Sveitir UNOCI og franska hersins ráðast á þungavopn fylgismanna Gbagbo fráfarandi forseta. SÞ-mynd: Basile Zoma.

Fílabeinssströndin (Côte d’Ivoire) hefur verið vettvangur ofbeldisverka frá því í nóvember á síðasta ári, en þá neitaði Gbagbo að láta af völdum þótt hann hefði tapað forsetakosningum. Sameinuðu þjóðirnar og alþjóðasamfélagið í heild höfðu viðurkennt sigur andstæðings hans Outtara.
Ban Ki-moon hét Fíliabeinsströndinni stuðningi.  “Í fyrsta lagi höfum við upplýsingar um að þúsund manns hafi látist og meir en hundrað þúsund hafi flúið land. Við verðum að leggja stjórninni lið við að endurreisa stöðugleika, réttarríki og veita mannúðaraðstoð,” sagði Ban sem sagðist munu eiga viðræður við Outtara forseta og alþjóðasamfélagið á næstu dögum.
Aðstoðarframkvæmdastjóri SÞ, Alain Le Roy, yfirmaður friðargæslu samtakanna leggur áherslu á að sveitir Sameinuðu þjóðanna í landinu UNOCI hafi einungis gripið til vopna gegn sveitum Gbagbo til að bregðast við árásum á Sameinuðu þjóðirnar og óbreytta borgara í Abidjan.
Hann sagði að viðbrögðin hefðu verið í samræmi við ályktun öryggisráðsins númer 1975.
 “Við höfum reynt að koma í veg fyrir að óbreyttir borgarar væru drepnir með þungavopnum og við urðum að tryggja öryggi friðargæsluliða enda sættum við margsinnis árásum.”