Ban Ki-moon til Íslands

0
482

banki

1.júlí 2013. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kemur til Íslands í kvöld en opinber heimsókn hans á morgun. Ban hittir að máli íslenska ráðamenn, kynnir sér áhrif loftslagsbreytinga og íslenskan jarðhita.

Ban hittir Gunnar Braga Sveinsson, utanríkisráðherra að máli, ræðir við forseta Alþingis, og utanríkismálanefnd, heimsækir Hellisheiðarvirkjun og Bláa lónið og á fund og kvöldverð með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands. Á miðvikudag heimsækir Ban Ki-moon Þingvelli og snæðir morgunverð með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra.

Um hádegisbil lýkur svo heimsókninni og Ban Ki-moon heldur til Danmerkur en þar verða nýjar höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna á Norðurlöndum vígðar að viðstaddri Margréti Þórhildi Danadrottningu, en auk þess hittir Ban að máli Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra, Villy Sövndal utnaríkisráðherra og fleiri danska ráðamenn. 

Mynd: Ban Ki-moon tekur við trúnaðarbréfi Grétu Gunnarsdóttur sem sendiherra Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum.