Burt með vetrarfötin, loftslagsbreytingar í vændum!

0
541

Nordic summer

13. desember 2014. Skopmyndateiknarar sýna stundum Norðurlandabúa í sundfötum við hliðina á bráðnandi snjó til að sýna loftslagsbreytingar. Kannski að fólk tæki því fagnandi en er raunveruleikinn svo einfaldur? Við hverju má búast ef ekki er að gert?

Climate change Nordics Photo Flickr MattysFlicks 2.0 Generic CC BY 2.0Það er raunar hægt að ganga út frá því sem vísu að vonbrigði séu handan við hornið fyrir unnendur skíðaíþrótta. Hlýnandi veður þýðir minni snjó. Svo dæmi sé tekið má búast við að í suður Finnlandi verði jörð snævi þaking helmingi sjaldnar en nú er innan aldar. Magn snævar myndi minnka miklu meira eða á bilinu 80-90%. 

Hlýrra loftslag hefur hins vegar í för með sér skýjaðara veðurfar og minna sólskin. Vitaskuld verða vetur og mikil snjókoma sem fyrr en sjaldnar og skemur í senn.

Í Finnlandi í vetrarbyrjun er nú þegar skýjað 8 daga af hverjum tíu og eykst þetta enn. Til að bæta gráu ofan á svart bætir endurskinið frá snjónum ekki upp skammdegið.

Heit sumur

Sumrin hafa verið að hlýna og þessi þróun heldur áfram. Á sumrin fjölgar heitum dögum, þegar hitinn fer yfir 24 gráður, og hitabylgjur vara lengur. Til dæmis voru aðeins nokkrir dagar á árunum 1971 til 2000 sem töldust “mjög Climate Change Nordics Flickr Anataman 2.0 Generic CC BY-NC-ND 2.0heitir”, en frá aldamótum hefur hitinn farið yfir tuttugu og fjögurra gráðu markið, meir en annað hvert ár.

Enginn skyldi þó ætla að Norðurlönd breytist í sólarparadísir á borð við Majorka eða Costa del Sol. Ef fram heldur sem horfir myndi úrkoma aukast, mjög mismunandi mikið eftir svæðum á Norðurlöndum eða frá 5 til 20%. Slíkt myndi auka álag á hreinlætiskerfi og stefna vatnsbólum í hættu. Talið er að í Noregi, svo dæmi sé tekið, myndi kostnaður af slíku nema hundruðum milljarða króna.

Aukin úrkoma yrði að mestu að vetri til og þeir yrðu því rakir og dimmir. En yfirborð sjávar myndi einnig hækka. Í Noregi yrði það á milli 40 og 85 sentimetrar og óttast er að það myndi flæða yfir miðbæ Björgvinjar.

Stormskaðar og náttúrulegar breytingar

Climate change Nordics. Photo Flickr Blondin Rikard 2.0 Generic CC BY 2.0

Hvassviðri mun ekki aukast á öllum Norðurlöndum en búast má við meiri skaða af völdum ofviðra. Jafnvel þótt ekki bæti í vindinn alls staðar má búast við að óveður verði algengari og vætusamari og búast mávið meiri óveðurskaða.

Mörg dýr og jurtir munu eiga erfitt uppdráttar í rakara og hlýrra veðri. Nokkrar fisktegundir mun leita norðar þegar sjór hlýnar og fiskimenn verða að laga sig að breyttum aðstæðum. 

Ekki er búist við að vindasamara verði á Íslandi. Jöklar munu hins vegar bráðna og sumir hverfa innan eins eða tveggja áratuga. Okið telst nú þegar ekki lengur í hópi jökla.

Jöklarnir laða ekki bara erlenda ferðamenn til Íslands heldur eru jökulárnar virkjaðar og sjá landsmönnum fyrir stærstum hluta rafmagns. Aukinn uppblástur er önnur líkleg afleiðing loftslagsbreytinga og gera má ráð fyrir að moldrokClimate changekt herji á jökla.

En enginn er eyland og vistkerfi Norðurlanda munu að mestu leyti sömu breytingum háð og aðrir heimshlutar þegar loftslagið breytist. Þau standa frammi fyrir sömu efnahagslegu,- pólitísku,- félagslegu,- og siðferðilegu spurningum og aðrir heimshlutar ef ekkert er gert til að stöðva loftslagsbreytingar.

Danmörk og Finnland hafa sett loftslagslög

Danmörk og Finnland hafa fest markmið í loftslagsmálum í lög og er búist við að Noregur og Svíþjóð sigli í kjölfarið. Lög landanna tveggja taka mið af nýlegum lögum í Bretlandi: ríkin skuldbinda sig til ákveðins niðurskurðar losunar efna sem innihalda koltvýsering (CO2) og skipa nefnd óháðra sérfræðinga til að vera stjórnvöldum til ráðgjafar um aðgerðir í loftslagsmálum. Danir ætla að skera niður um 40% fyrir 2020 miðað við byrjunarreit 1990 og Finnar um 80% fyrir 2050. Ríkisstjórnir verða skyldugar til að gefa þingi árlega skýrslu um framvindu við loftslagsaðlögunina.

Norska ríkisstjórnin er nú í samráðsferli um lagasetningu svipaðs eðlis og Finnar og Svíar hafa þegar samþykkt. Talið er líklegt að lagt verði fram loftslagsfrumvarp í Svíþjóð á núverandi þingi en nýja samsteypustjórn jafnaðarmanan og græningja hefur sett sér það markmið að kynna til sögunnar “rammaáætlun í loftslagsmálum.

(Úr norræna Fréttabréfi UNRIC, desember 2014)

Myndir: Flickr James Loesch 2.0 Generic (CC BY 2.0)