COP28: kortlagning sjálfbærrar framtíðar

0
29
Merki COP28 Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Dubai
COP28

Loftslagsbreytingar COP28. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP28, verður haldin í 28.skipti í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum 30.nóvember til 12.desember 2023.

Undirbúningsfundir hefjast strax 24.nóvember. Til fundarins mæta veraldarleiðtogar, loftslagssérfræðingar og baráttufólk.

COP28. Losun gróðurhúsalofttegunda.
COP28. Losun gróðurhúsalofttegunda. Mynd: Chris Leboutillier/UNSPLASH

Á COP28 verður farið yfir þann árangur sem ríki hafa náð í því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Markmiðið er að leita leiða til að halda hlýnun jarðar innan við 1.5°C miðað við fyrir iðnbyltingu. Þetta markmið var samþykkt í Parísarsamkomulaginu um viðnám við loftslagsbreytingum.

Merki COP28 í Dubai.
Merki COP28 í Dubai.

Helstu áhersluatriði:

Auk þessa aðalmarkmiðs verður lögð sérstök áhersla á eftirfarandi á COP28

Að hraða umskiptum yfir í hreina orku:

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna viðurkennir þörf á skjótum aðgerðum í umbreytingum yfir í hreina orku. Markmiðið er að dregið sér verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030.

Fjárhagslegur stuðningur og nýjir samningar:

 Á COP28 verður beint kastljósi að efnahagslegum ójöfnuði. Ætlunin er að auðvelda fjárflutning frá auðugum ríkjum til hinna snauðari til að tryggja stuðning við loftslagsaðgerðir. Umræður munu snúast um nýtt samkomulag sem verður sniðið að þörfum þróunarríkja.

COP28. Þurrkur. Mynd: Mike Erskin/Unsplash
COP28. Þurrkur. Mynd: Mike Erskin/Unsplash

Nálgun sem sækir til fólks og náttúru 

COP28 ráðstefnan mun fjalla um tengsl náttúrunnar og velferðar mannkynsins. Umræður beinast að því að samþykkja áætlanir. Þær snúast ekki aðeins um að vernda umhverfið heldur einnig að setja í forgang þarfir samfélaga sem verða harðast úti af völdum loftslagsbreytinga.

Í forgangi að ná til allra

Fyrst og fremst er ætlunin sú að COP28 virki fleiri hópa en nokkru sinni fyrr. Áherslan er á breiða þátttöku til að tryggja að litið verði á sem flestar hliðar og fleiri raddir heyrist. Með því á að greiða fyrir að loftslagsbreytingar verði heildstæðar og hafi jöfnuð að leiðarljósi.

Væntingar á áhrif á heimsvísu:

Búast má við alheimssamfélagið eigi samræðu um þýðingarmikil málefni og sameiginleg frumkvæði, sem vonast er til að móti þá leið sem farin verður í loftslagsaðgerðum. Gera má ráð fyrir að niðurstöðurnar hafi víðtækar afleiðingar, verði til grundvallar stefnumótum og aðgerðum með það fyrir augum að leggja grunn að sjálfbærri og þolgóðri framtíð fyrir alla plánetuna okkar.

COP28 er þýðingarmikil áfangi í áframhaldandi baráttu gegn loftslagsbreytingum. Loftslagsráðstefnunni er ætlað að vera leiðarljós heildstæðra aðgerða í þágu sjálfbærrar framtíðar, þar sem áhersla er lögð á hreina orku, fjárhagslegan stuðning, lausnir sem sóttar eru til náttúrunnar með víðtækri þátttöku.

Hér eru ýmsar krækjur sem tengjarst COP28 og loftslagsaðgerðum:

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna- UNFCCCC, sjá hér og hér.

Dagskrá COP28, sjá hér. 

Loftslags-skólastofan, sjá hér.