COVID-19: Hvað er Omicron-afbrigðið?

0
944

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) telur að Omicron – nýja afbrigði kórónaveirunnar sé „verulegt áhyggjuefni”. Stofnunin álítur að útbreiðsluhætta þess í heiminum sé „mjög mikil” sérstaklega vegna stökkbreytinga.

Ekkert dauðsfall hefur enn verið tengt Omicron en WHO óttast „alvarlegar afleiðingar í mörgum heimshlutum.“ Jafnvel þótt enn ríki óvissa benda fyrstu rannsóknir til að hætta á að þeir sem þegar hafa smitast af COVID-19 geti smitast á ný.

WHO varar við að búast megi við fjölgun smita hjá fólki sem nú þegar er bólusett, en fjöldinn verði tiltölulega lítill.

„Sú staðreynd að jafn verulega stökkbreytt afbrigði á borð við Omicron sé komið fram á sjónarsviðið undirstrikar hversu ástandið er hættulegt og brothætt,” segir Tedros Adhanom Ghebreyesus forstjóri WHO. Hann minnir á að þetta bætist við nýja bylgju þar sem Delta afbrigðið er ríkjandi

Hver er munurinn?

Delta-afbrigðið innniheldur 9 stökkbreytingar á Spike próteininu sem gegnir þýðingarmiklu hlutverki við smit. Omicron inniheldur hins vegar 32 stökkbreytingar á þessu próteini og 50 í heild. Þessi fjöldi stökkbreytinga veldur því að afbrigðið er hættulegra og meira smitandi en önnur afbrigði.

Verða bólusetningar enn árangursríkar?

Líklega já. „Við vitum enn ekki fyrir víst í hve miklum mæli Omicron muni valda fleiri smitum, meiri veikindum, meiri hættu á smiti eða sleppi framhjá bólusetningum,” sagði Dr. Tedros.

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin minnir á mikilvægi bólusetninga við að fækka alvarlegum veikindum og dauðsföllum. Hvetur stofnunin til að hraða bólusetningum sérstaklega á meðal áhættuhópa.

PCR próf duga svo áfram vel við að greina smit, þar á meðal af völdum Omicron.

Hver er staða rannsókna?

Vísindamenn Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar og fleiri stofnana við að greina þá hættu sem stafar af nýja afbrigðinu, sem nú hefur numið land í Evrópu. Rannsóknir beinast að aðlögun prófa, bóluefna og meðferðar.

Hverjar eru ráðleggingar WHO?

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin mælir með því að ríki nálgist málið á vísindalegan hátt og styðjist við hættumat, auk þess að auka eftirlit og raðgreiningar tilfella til þess að öðlast betri þekkingu á afbrigðum.

Stofnunin hvetur til þess að ríki deili upplýsingum sínum sérstaklega um raðgreiningar og rannsóknum á afbrigðinu, auk þess að skýra frá útbreiðslu.

„Gegnsæi er þýðingarmikið,” segir Dre Matshidiso Moeti forstjóri WHO í Afríku. „Það er eina leiðin til að tryggja að við fáum allar upplýsingar eins hratt og auðið er.”

Ríkjum ber að halda áfram heilbrigðisaðgerðum til að draga úr útbreiðslu COVID-19 í heiminum. Að sama skapi er mikilvægt að hver og einn fari eftir heilbrigðisreglum á borð við fjarlægðatakmörk, handþvott og að forðast lokaða fjölmenna staði.

 Ber ríkjum að loka landamærum?

Þótt fjölmörg ríki hafi bannað flug frá ríkjum í suðurhluta Afríku af ótta við Omicrton mælir Alþjóða heilbrigðismálastofnunin ekki með ferðatakmörkunum sem hún telur grafa undan alheims-samstöðu.

„COVID-19 þrífst á flokkadráttum okkar. Við munum einungis vinna á veirunni með því að vinna saman að lausn,” segir Dre Matshidiso Moeti.

WHO leggur líka þunga áherslu á að berjast gegn ójöfnum aðgangi að bóluefni gegn COVID-19 og læknismeðferð við sjúkdómnum í heiminum.

0.6% bóluefnis til þróunarríkja

Tómt mál er að tala um að ráða niðurlögum heimsfaraldursins ef ekki tekst að vinna bug á bóluefnakreppunni að mati forstjóra WHO.

„Meir en 80% alls bóluefnis í heiminum hefur runnið til ríkja innan G20 hóps, ríkjustu landa heims segir Tedros. “Þróunarríki sem flest eru í Afríku hafa fengið 0.6%.”