COVID-19: Með nál og tvinna að vopni

0
684
COVID-19 Saumakonur
Saumastofa Sisters in business. Mynd Veslemö Svartdal/UNRIC

Veggirnir í  fundarherbergi saumastofunnar „Sisters in business” í Osló eru þaktir úptrentuðum pöntunum.  Saumavélarnar gelta eins og vélbyssur í vinnuherbergjunum innanum sneisafulla kassa af endurnýtanlegum læknasloppum úr baðmull. Þeir bíða sendinga til önnum kafinna heilbrigðisstarfsmanna um allan Noreg sem nú kljást við COVID-19 farsóttina.

Stofnendur fyrirtækisins Sandra Tollefsen og Farzaneh Aghalo hafa nóg að gera þessa dagana.

„Starfskonur okkar eru eins og herkonur. Þær koma frá stríðshrjáðum löndum svo þær eru ýmsu vanar,“ segir Farzaneh brosandi  í viðtali við vefsíðu UNRIC.

Sandra and Farzaneh hittust 2007 og skipulögðu námskeið fyrir innflytjendakonur á leið á vinnumarkaðinn. Farzaneh er frá Íran og hefur því persónulega reynslu af hlutskipti innflytjendakvenna á norskum vinnumarkaði.

COVID-19, saumakonur
Stofnendurnir Sandra og Farzaneh. Mynd Veslemöy/UNRIC. Svartdal/UNRIC

„Flestar þeirra hafa mjög litla skólagöngu að baki, litla starfsreynslu og sinna að langmestu leyti öllum húsverkum og launalausri umönnun. Það er ekki hlaupið að þvi að aðlaga þennan veruleika að norskum vinnumarkaði. Við vildum gera eitthvað í þessu,“ segir Sandra.

Þær ákváðu að stofna fyrirtæki saman, sem tæki þennan veruleika innflytjendakvenna með í reikninginn. Þær fengu stuðning frá IKEA og Asker-sveitarfélaginu og opnuðu saumastofu í IKEA verslun í Slependen. Í fyrstu hönnuðu þær ýmsan heimilisvarning og sinntu fataviðgerðum. Fljótlega bættist við önnur saumastofa í Asker. Þar voru framleiddir svuntur eftir eigin hönnun og gjafavörur fyrir fyrirtæki unnar úr afgöngum sem þær fengu frá ósjálfbærum tískuvöruframleiðendum.

Sérhver svunta á sína sögu

„Að baki hverrar svuntu er saga. Saga konu og móður sem hefur öðlast nýtt líf. Við reynum að koma þessari sögu til skila. Hún er það sem þú færð í kaupbæti með vörum okkar. Það hefur tekið sinn tíma að búa til kúnnahóp, en okkur hefur tekist það. Við hjálpum fyrirtækjum að vera samfélagslega ábyrg,” segir Sadra.

Þegar norsk yfirvöld gripu til róttækra aðgerða til að stemma stigu við útbreiðslu COVID-19 12.mars, urðu mörg norsk fyrirtæki að loka og Sisters in business töpuðu viðskiptum sínum.

Covid 19 saumakonur
Merki Sisters in business.Mynd Veslemöy Svartdal/UNRIC

Stofnendurnir voru búnar að segja starfsfólkinu að það væri að missa vinnuna þegar þær fengu pöntun – 100 sloppa fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Sisters in Business höfðu aldrei unnið fyrir heilsugæsluna en gripu gæsina á meðan hún gafst.

„Það má segja að ein flík hafi flogið inn á saumastofuna. Okkur var sagt að nota hana sem fyrirmynd. Við gáfum okkur viku og létum slag standa,“ segir Sandra.

“Konurnar í aftursætinu”

Í mars lýsti heilbrigðisráðherra Noregs Bent Høie því yfir að allir yrðu að leggjast á árarnar til að sigrast á COVID-19. Hjá Sisters in Business létu þær ekki segja sér það tvisvar og lögðu sitt af mörkum með því af framleiða læknasloppana.

IKEA kostaði kaup nýrra saumavéla og Asker-sveitafélagið lagði fram stærra húsnæði. Þegar hnappar voru á þrotum buðust námsmenn til að nota þekkingu sína til að útvega þá með þrívíddarprentun.

Í stað þess að senda starfsfólkið heim hefur Sisters in Business nú ráðið þrjár saumakonur til viðbótar til að mæta eftirspurninni eftir sloppum fyrir lækna og hjúkrunarfræðinga.

Alls telur starfsliðið nú 14 konur og eru flestar innflytjendur frá ríkjum á borð við Afganistan, Alsír, Íran, Pakistand og Sómalíu.

Allar hafa þær undirgengist eins árs þjálfun. Sumar höfðu aldrei saumað eða haldið á skærum á ævi sinni.

COVID-19 saumakonur
Eiginmaður Zainab Mohsini gætir bús og sex barna meðan hún situr við sauma .Mynd Veslemöy Svartdal/UNRIC

„Hugsið ykkur“ Þessar konur hföðu alltaf verið í aftursætinu. Núna sitja þær fram í. Þær taka þátt í einu mikilvægasta samfélagsverkefni allra tíma, segir Sandra stolt.

Ein þeirra, Zainab Mohsini, er sex barna móðir. Á meðan hún tekur þátt í að lyfta grettistaki í baráttu Noregs við kórónaveiruna kemur það í hlut eiginmannsins að gæta bús og barna.

„Börnin mín eru mjög stolt. Ekki bara af mér heldur öllum konunum. Þau hjálpa mér að skila dagsverki mínu tímanlega,“ segir Zainab brosandi og bætir við „ef við getum orðið samfélaginu að liði með nál og tvina, af hverju ekki?“

“Engin þörf fyrir hijab”

Stofnendurnir hafa þurft að svara af hverju þær ráði ekki „bræður“ til starfa. Svarið er einfaldlega að það hefði grafið undan aðstæðum á vinnustað.

„Hér geta konurnar um frjálst höfuð strokið. Þær þurfa ekki að hylja sig með hijab,“ utskýrir Farzaneh.

Systurnar taka ráðleggingar ríkisstjórnarinanr alvarlega. Þær viðhalda tilskyldu bili á milli fólks, hreinsa saumavélarnar oft á dag, forðast að deila verkfærum á borð við skæri og málband og þvo hendurnar í gríð og erg.

Vinnustaðurinn er líka félagslegt net starfsfólksins og konurnar styðja við bakið hver á annari eins og í einni stórri fjölskyldu. Sandra og Farzaneh segja að Siters in business sé í raun fjölskyldufyrirtæki.

„Við styðjum þær daglega. Sumar kunna hvorki að lesa né draga til stafs, ég hjálpa með með papprísvinnuna, Þær vita að hér fá þær hjálp. Við erum systrasamlag,“ segir Farzaneh.

„Við getum ekki fært klukkuna tilbaka“

COVID-19 saumakonur
Konurnar eru stoltar af framlagi sínu til baráttunnar gegn kórónaveirunni. Mynd Veslemöy Svartdal/UNRIC

Margir vinna nú að heiman og eru í sjálfs- eða fyrirskipaðri einangrun en saumakonurnar fara óhræddar á vinnustað.

„Ég er ekki hrædd, ég er stolt,“ segir Fatima Malala, sjö barna móðir.

„Sumar koma frá löndum þar sem þær hafa upplifað enn verri hluti og finnst kórónaveiran ekki vera tiltökumál. Ég er ekki kvíðin. Lífið heldur áfram,“ segir Farzaneh.

Noregur býr ekki lengur yfir textíl-iðnaði og er háð innflutning slíks varnings frá útlöndum. COVID-19 faraldurinn hefur sýnt fram á ókosti þess að vera háður innflutningi. Sisters in Business vonast til að faraldurinn hafi í för með sér að staðbundinni framleiðslu vaxi fiskur um hrygg.

„Ímyndið ykkkur vara hversu margir munu missa vinnuna vegna veirunnar,“ segir Sandra. „Nú verðum við að styðja okkar fyrirtæki. Við getum ekki snúið aftur til þess sem áður var.“