Dagur Sameinuðu þjóðanna : Norðurlöndin virk í starfi samtakanna

0
36
Höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna.
Höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna. Mynd: Silje Bergum Kinsten/norden.org

24.október er dagur Sameinuðu þjóðanna haldinn. Vissuð þið að Norðurlöndin eru á meðal atkvæðamestu aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna frá stofnun 1945? Hér eru tíu staðreyndir um með hvaða hætti Norðurlönd, þar á meðal Ísland, hafa leikið stórt hlutverk í verkefnum Sameinuðu þjóðanna og stofnana þeirra.

 Vissir þú að ….

Merete Fjeld afhendir António Guterres trúnaðarbréf sem fastafulltrúi Noregs hjá Sameinuðu þjóðunum
Merete Fjeld afhendir António Guterres trúnaðarbréf sem fastafulltrúi Noregs hjá Sameinuðu þjóðunum. Mynd:
UN Photo/Eskinder Debebe

1.) Noregur er stærsti fjárhagslegi bakhjarl Sameinuðu þjóðanna miðað við höfðatölu

Noregur er eitt rausnarlegasta ríki heims hvað varðar valkvæð framlög til hinna ýmsu stofnanna, sjóða og áætlana innan vébanda Sameinuðu þjóðanna.

Noregur var sjötti stærsti fjárveitandi til þróunarstarfs Sameinuðu þjóðanna 2017. Landið var þriðji stærsti fjárveitandinn til Græna loftslagssjóðs SÞ frá 2015-2018.

Noregur og SÞ

Sumarleikar UNRW
Sumarleikar UNRWA.Mynd: Gisha.org/ Creative Commons Attribution-Share Alike 2.0

2.) Öflugur stuðningur Íslands við UNRWA 

Haustið 2023 var undirritaður samningur á milli Íslands og Palestínu-flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) um stuðning Íslands við stofnunina fyrir 2024-2028.

Með samningnum eykur Ísland árlegan stuðning sinn við UNRWA úr 25 milljónum króna í 110 milljónir. Þessu til viðbótar veitti Ísland 70 milljónum rkóna til neyðaraðstoðar í Palestínu efir að átök blossuðu upp í Gasa í október.

UNRWA sinnir menntun  rúmlega hálfrar milljónar palestínskra stúlkna og drengja í 706 skólum á vegum hennar. Þá sér hún um grundvallar-heilbirgðisþjónustu fyrir nærri 2 milljónir palestínskra flóttamanna í 140 heilsugæslustöðvum.

Ísland og UNRWA.

3.) Fyrsti aðalframkvæmdastjórinn var norskur, annar sænskur.

Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna er æðsti embættismaður þeirra og stjórnandi. Hlutverk hans er einnig að miðla málum, efla alþjóðlega samvinnu, berjast fyrir mannréttindum, hafa yfirumsjón með friðargæslusveitum og áætlanagerð.

Málverk af Dag Hammarskjöld eftir A portrait of the late Secretary-General Dag Hammarskjöld sænska málarann Bo Beskow,
Málverk af Dag Hammarskjöld eftir A portrait of the late Secretary-General Dag Hammarskjöld sænska málarann Bo Beskow,

Norðmaðurinn Trygve Lie tók þátt í San Fransisco ráðstefnunni, þar sem stofnskrá Sameinuðu þjóðanna var samin. Hann var fyrsti aðalframkvæmdastjórinn. Við starfinu tók síðan Svíinn Dag Hammarskjöld, sem gegndi því frá 1953 þangað til hann lést í flugslysi 1961.

Aðalframkvæmdastjórar Sameinuðu þjóðanna

Dag Hammarskjöld

4.) Danskar konur í friðargæslu

Danmörk varð fyrst ríkja til að senda á vettvang friðargæslusveit sem eingöngu var skipuð konum árið 1991. Sveitin starfaði í Namibíu, sem hluti af liði Sameinuðu þjóðanna (UNTAG). Markaði þetta ákveðin tímamót í jafnréttisbaráttunni. Danmörk hefur áfram lagt lóð á vogarkálar jafnréttisbaráttunnar og talar máli jafnréttis kynjanna á alþjóðavettvangi, þar á meðal með þátttöku í UN Women, Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna.

Konur í Friðargæslu Sameinuðu þjóðanna  

UN Women – Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna.

5.) Fundarherbergi Efnahags- og félagsmálaráðsins er gjöf frá Svíþjóð 

Efnahags- og félagsmálaráðið er vettvangur Sameinuðu þjóðanna fyrir, meðal annars, Sjálfbæra þróun. Fundarherbergi ráðsins var hannað af sænska arkitektinum Sven Markelius. Gluggatjöldin eru frá 2013 og eru verk sem nefnist Dialogos og eru eftir sænsku listakonuna Ann Edholm. 

Hluti salarins hefur verið skilinn eftir ókláraður til að minna á að starfi SÞ lýkur aldrei.

Efnahags- og félagsmálaráðið  

Hlutverk ráðsins

Fundarsalur Öryggisráðsins
Fundarsalur Öryggisráðsins. Mynd: UN Photo/Evan Schneider

6.) Noregur lét hanna fundarsal Öryggisráðsins í höfðustöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York?

Varla líður sú vika að ekki birtist í fjölmiðlum mynd af Öryggisdráðinu á fundi. Norski arkitektinn Arnstein Arneberg á heiðurinn af skeifulaga fundarborðinu, sem á að leggja áherslu á jafnrétti meðlima. Veggmynd prýðir salinn sem minnir á Stofnskrá samtakanna og grundvallarhllutverk Sameinuðu þjóðanna.

 Fundarherbergi Öryggisráðsins

Johanna Sumuvuori ávarpar Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sem staðgengill utanríkisráðherra Finnlands.
Johanna Sumuvuori ávarpar Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sem staðgengill utanríkisráðherra Finnlands. Mynd: UN Photo/Eskinder Debebe

7.) Finnland er frumherji í jafnréttismálum.

Árið 1906 varð fyrsta land heims til að gefa konum kosningarétt og kjörgengi. Finnland barðist fyrir stofnun Jafnréttisstofnunar Sameinuðu þjóðanna og er einn miklvægasti fjárhagslegi og pólitíski bakhjarl stofnunarinnar.  Helvi Sipilä varð fyrst kvenna til að gegna stöðu aðstoðar aðalframkvæmdastjóra SÞ. Hún átti einnig frumkvæði að stofnun fyrstu landsnefndar UN Women (áður UNIFEM) í heiminum í Finnlandi 1981.

UN Women og Finnland

Melissa Fleming framkvæmdastjóri samskipta SÞ ræðir við Nikolaj Coster-Waldau
Melissa Fleming framkvæmdastjóri samskipta SÞ ræðir við Nikolaj Coster-Waldau. UN Photo

8.) UNDP og Norrænir góðgerðasendiherrar

Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) vinnur að framgangi Heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun (SDGs). Fjórir Norðurlandabúar starfa sem góðgerðasendiherrar.

Stjarna Krúnuleikanna, Daninn Nikolaj Coster-Waldau, hefur verið góðgerðasendiherra frá 2016 og einbeitir sér að jafnrétti kynjanna.

Loks hefur Ólafur Elíasson verið góðgerðasendiherra frá 2019 á sviði endurnýjanlegrar orku og minnkun losunar koltvísýrings í andrúmsloftið.

Ólafur Elíasso
Ólafur Elíasson. Mynd: UNDP

Hákon krónprins Noregs var skipaður góðgerðasendiherra 2003 til að berjast gegn fátækt í heiminum.

VIktoría krónprinsessa Svíþjóðar var skipuð góðgerðasendiherra 2023 til að vekja athygli á Heimsmarkmiðunum.

Hákon krónprins

Viktoría krónprinsessa

Nikolaj Coster-Waldau

Ólafur Elíasson 

Fundur á vegum Norðurlandanna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Mynd: Pontus Höök/norden.org
Fundur á vegum Norðurlandanna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Mynd: Pontus Höök/norden.org

9.) Öflug tengsl við UNICEF

Kaupmannahöfn hýsir risastóra lagera UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Þeir eru átta hæða háir og þekja svæði á stærð við þrjá fótboltavelli. Hægt er að geyma, sem samsvarar burðargetu 36 þúsund vörubretta á lagernum.

Ísland, Svíþjóð og Noregur eru einnig í fararbroddi á lista UNICEF yfir bestu vistun barna í heiminum. Öll þrjú ríkin bjóða upp á gæðaleiksksóla á viðráðanlegu verði, auk þess að gefa foreldrum rausnarlegt fæðingarorlof.

UNCIEF Kaupmannahöfn

Vistun barna

Mynd: WFP/Danmark

10.) Stuðningur Dana við upprætingu fátæktar í heiminum

Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) kemur hungruðu fólki um allan heim til hjálpar með matargjöfum, ekki síst þegar hamfarir ríða yfir. Danmörk er einn af helstu fjárhagslegu bakhjörlum WFP. Framlög Dana eru sveigjanleg. Slíkt er þýðingarmikið fyrir WFP, sem oft þarf að grípa til skjótra aðgerða þegar ógæfu ber að höndum. Danir létu andvirði 46 milljóna Bandaríkjadala af hendi rakna til WFP og hjálparsamtaka til að binda enda á hungur í austurhluta Afríku.

WFP og Danmörk

 Dagur Sameinuðu þjóðanna er 24.október – til hamingju!