Danmörk minnst spillt

0
632

 

corruption

3.desember 2013. Taka verður harðar á peningaþvætti, fjármögnun stjórnmála og auka gagnsæi opinberra stofnana.

 

Þetta eru helstu niðurstöður árlegrar spillingarskýrslu Transparency International 2013. (http://cpi.transparency.org/cpi2013/results/#sthash.NZYOtx55.dpuf ). Norðurlöndin eru að venju í efstu sætum listans yfir litla spillingu ásamt Nýja Sjálandi.

Þessi árlegi listi er orðinn vel þekktur um allan heim en þar er 177 ríkjum raðað á skalann 0 til 100. Ekkert ríki hefur nokkru sinni fengið hæstu einkunn og tveir þriðju af ríkjum heims fá einkunn undir 50.

Danmörk og Nýja Sjálland eru minnst spilltu ríki heims með 91 í einkunn og geta því enn bætt sig. Þannig er fundið að því að það skorti gagnsæi þegar framlög einkaaðila til stjórnmáflokka og frambjóðenda í Danmörku séu annars vegar.

Finnar voru í fyrsta sæti í fyrra en deila nú þriðja sætinu með nágrönnum sínum Svíum.
Noregur og Singapúr eru í fimmta sætinu en Ísland er lægst Norðurlandanna í tólfta sæti. Sómalía, Norður-Kórea og Afganistan eru spilltustu ríki heims samkvæmt listanum.