Þögul þjáning fátækrahverfanna

0
496

Slum

5.desember 2013. Fátækrahverfi eru allt of algeng sjón í mörgum af stærstu borgum heims. En allt of lítið er talað um erfitt hlutskipti íbúanna.
Mannvirki eru léleg, fólksfjöldinn mikill og hreinlætisaðstaða bágborin. Börn og gamalmenni eru vannærð, Sjúkdómatíðni er há og smitsjúkdómar á borð við taugaveiki, mýrarköldu (malaríu), blóðkreppusótt og berkla eru landlægir. Fæstir hafa efni á heilsugæslu. Heilsugæslan er þar að auki takmörkuð, illa tækjum búin og oftast undirmönnuð.
Paul Odero, 27 ára tveggja barna faðir í Mathare fátækrahverfinu í Kenía segir við IRIN fréttir: “Við deilum beinlínis öllu því enginn hefur efni á að eignast eitthvað út af fyrir sig. Við deilum kömrum og fólk selur mat við kamrana því það er ekkert annað pláss. Það er enginn staður til að losa sig við rusl og því er rusl út um allt. Stundum eru krakkar að leika sér með notuð dömubindi því konurnar geta hvergi losað sig við þaul. Börn fá niðurgangspest og sum deyja.”

Árið 2012 dóu þrjú börn á sex mánaða tímabili þegar þeir léku sér við ólöglega tengdar rafmagnslínur. Á sama ári kviknaði eldur útfrá slíkri ólöglegri rafmagnstengingu og þrjú hundruð hús brunnu til ösku og þúsundir voru án húsaskjóls.
Opnir öskuhaugar og reykurinn sem stígur upp frá eldum valda alvarlegum öndunarsjúkdómum. Margar kvennanna í fátækrahverfunum geta ekki unnið því þær eru sífellt að sinna veikum börnum. Þær afla því ekki tekna og geta ekki rifið sig lausar úr fátækragildrunni.
Sárafátæk fólk verður sífellt að fórna langtímavelferð sinni á altari skammtímaþarfa.

Um milljarður manna í hemsborgum býr á svæðum sem búa við skort (http://www.unhabitat.org/content.asp?cid=8051&catid=7&typeid=46#%20), án minnstu þæginda. Í ríkjum á borð við Afganistan, Tsja, Eþíópíu og Nepal búa meir en 90% borgarbúa á slíkum svæðum, að sögn UN-Habitat.

Að mati Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) eru börn fátækrahverfa Nairobi tvisvar og hálfum sinnum líklegri til að deyja fyrir fimm ára afmælisdaginn en börn í öðrum hverfum.
Mörg ungmenna leiðast síðan inn á glæpabraut enda enga vinnu að fá.