„Ekki sundra fólki og ala á ótta”

0
477
GA Debate

GA Debate
20.september 2016. Árlegar almennar umræður þjóðarleiðtoga standa nú yfir á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hinu sjötugasta og fyrsta í röðinni.

Aðalframkvæmdastjóri samtakanna Ban Ki-moon flutti aðfararorð og talaði beint til þjóðarleiðtoganna. Bað hann þá að bera virðingu fyrir þeim stöðum sem þeir gegndu og minnast þess að þeim hefði verið trúað fyrir þeim af almenningi og stöðurnar væru ekki „einkaeign þeirra.”

„Boðskapur minn til allra er einfaldlega sá að ykkur ber að þjóna fólkinu. Grafið ekki undan lýðræðinu, farið ekki ránshendi um auð þjóða ykkar, fangelsið hvorki né pyntið andstæðinga ykkar,“ sagði Ban í ræðu sinni.

Í síðustu ræðu sinni til oddvita aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna, áður en hann lætur af embætti í árslok, sagði Ban að með Sjálfbæru þróunar-

Ban Obama

markmiðunum og Parísar-samkomulaginu um loftslagsmál væri tekist á við „þær áskoranir sem einkenndu okkar daga.“

Ban lagði áherslu á að ríki heims stæðu enn sem fyrr andspænis margslungnum vanda í 

öryggismálum vegna vopnaðra átaka.
„Viðbjóðsleg, grimmileg og að því er virðist viljandi átak á bílalest Sameinuðu þjóðanna og sýrlenska Rauða hálfmánans, sem flutti neyðaraðstoð, er nýjasta dæmið,“ sagði Ban og lauk lofsorði á hetjuskap hjálparstarfsmanna.
„Hjalparstarfsmennn sem afhenda neyðaraðstoð til að bjarga mannslífum er hetjur. Árásarmennirnir eru hugleysingjar.“Douglas

Því næst snéri aðalframkvæmdastjórinn sér að málefnum flótta- og farandfólks og fagnaði New York yfirlýsingu um flóttamenn og farandfólk sem samþykkt var á mánudag á fyrsta leiðtogafundi samtakanna um málefni þeirra.

Hann hvatti stjórnmálaleiðtoga og frambjóðendur til að láta hjá líða að beita bellibrögðum á atkvæðaveiðum með því að „sundra fólki og ala á ótta.“ Hann hvatti heimsbyggðina til að „rísa upp gegn ósannindum og brenglun sannleikans og hafna hvers kyns mismunun.“

LiljabanAlmennu umræðurnar hófust í gær samkvæmt hefð á ræðu fulltrúa Brasilíu og því næst Bandaríkjanna.

Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra talar fyrir Íslands hönd á laugardag 24.september og er hún á mælendaskrá um klukkan 16.45 að íslenskum tíma eða síðar. Tekið skal fram að það er fremur regla en undantekning að röð ræðumanna riðlist, og því skal þessum upplýsingum tekið með fyrirvara. Fylgjast má með ræðum í almennu umræðunum í beinni útsendingu á vefnum, hér.

Ísland er á milli Írlands og Tajikistan á mælendaskrá. Fyrir utan þá venju í umræðunum að Brasilía hefji leikinn og Bandaríkin sigli í kjölfarið er farið eftir þeirri meginreglu að þjóðarleiðtogar tali fyrst, því næst oddvitar ríkisstjórna, svo aðrir ráðherrar og loks fastafulltrúar. 

Myndir: Umræður hefjast á 71.Allsherjarþinginu. UN Photo/JC McIlwaine Ban og Obama, Bandaríkjaforseti á leið til málsverðar þjóðarleiðtoga. UN Photo/Rick Bajornas. Áhorfendur hlýða á almennu umræðurnar, leikarinn Michael Douglas, sérstakur friðarboði SÞ  fyrir miðju. UN Photo/JC McIlwaine Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra ræddi við Ban Ki-moon stl.sunnudag UN Photo/JC McIlwaine