Fækkun skordýra eru vondar fréttir fyrir (far)fuglavini

0
23
Alþjóðlegi farfugladagurinn er helgaður skordýrum.
Alþjóðlegi farfugladagurinn er helgaður skordýrum.

Farfuglar. Alþjóðlegur dagur farfugla. Skordýr eru þýðingarmikil orkuuppspretta fyrir margar tegundir farfugla á varptímanum og á löngum ferðum. Skordýr hafa áhrif lengd, tímasetningu, og árangur ferða fugla á milli svæða eftir árstímum.  

Í fyrsta skiptið er Alþjóðlegur dagur farfugla, sem haldinn er tvisvar á ári, 12.maí og 12.október, helgaður skordýrum og áhyggjum af áhrifum fækkunar þeirra á farfugla.

Á meðan á ferðum farfugla stendur leita þeir uppi skordýr á engjum, skógum, votlendi og víðar á áfangastöðum sínum. Tímasetning flugs á milli svæða helst oft í hendur við hátinda í stærð skordýrastofnum á áfangastöðum. Skordýrin sjá farfuglunum fyrir nægri næringu og orku til að halda áfram ferðum til og frá varpstöðvum.

Alþjóðlegi farfugladagurinn er helgaður skordýrum.
Alþjóðlegi farfugladagurinn.

Fækkun skordýra hefur alvarlegar afleiðingar

Fækkun skordýra og röskun á högum þeirra á varpstöðvum og á flugleiðum ógna farfuglastofmum. Vaxandi landnýting vegna aukins landbúnaðar og útbreiðslu þéttbýlis hefur í för með sér að gengið er á graslendi og skóga og hefur í för með sér fækkun skordýra. Sama máli gegnir um aukna ljósmengun. Skordýraeitur og illgresiseyðir sem ætlað er að vernda uppskeru, grafa undan skordýrum og þar með fuglum sem neyta þeirra sem fæðu.

Farfugladagurinn
Kría í árásarham á Svalbarða. Alþjóðlegur dagur farfugla.. Wikimedia Commons

Skortur á orku- og eggjahvítu-auðugum skordýrum er þrándur í götu ferða farfugla og spillir varpi þeirra. Ónæmiskerfi þeirra, varp spillist og dánartíðni jafnt fullorðinna fugla og unga hækkar.

Fiðrildi.
Farfuglar treysta á skordýr sem fæðu. Alþjóðlegur dagur farfugla. Mynd: Jeevan Jose, Kerala, India
Creative Commons Attribution-Share Alike 4.0

Þörf á aðgerðum

Í herferð Alþjóðlegu farfugladaganna er áhersla lögð á nauðsyn fyrirbyggjandi verndunaraðgerða. Þar á meðal má draga úr notkun skordýraeiturs og áburðar og taka upp lífræna rætkun þar sem hægt er. Einnig að viðhalda og tengja náttúruleg gróðursvæði, sem sjá fuglum og öðrum tegundum fyrir fæðu og skjóli.

Fækkun skordýra hefur hingað til ekki verið vandamál á Íslandi; þróunin hér hefur heldur verið í hina áttina. Hins vegar er þessa farið að gæta í nágrannalöndum, til dæmis í Noregi.

Ljósmengun er ljón í veg skordýra og farfugla.
Ljósmengun er ljón í veg skordýra og farfugla Alþjóðlegur dagur farfugla.

Erling Ólafsson skordýrafræðingur minnti hins vegar á í viðtali við Kveik fyrir nokkrum árum að engu að síður gætu Íslendingar hlúð að skordýrum. Hann segir garðaúðun fáránlega. „Þetta á bara ekki að líðast og það á að taka fyrir þetta strax. Því þetta hefur engan tilgang.“

Ekki nóg með að slíkt drepi skordýr heldur er líka grafið undan náttúrulegum vörnum plantna.

Alþjóðlegu farfugladagarnir að vori og hausti hafa þann tilgang að vekja fólk til vitundar um farfugla og þörf á alþjóðlegri samvinnu þeim til verndar.

Sjá nánar hér og hér.