Víðförlasti farfuglinn: til tunglsins og heim

0
155
Alþjóðlegur dagur farfugla
Spói. Alþjóðlegur dagur farfugla. Mynd: Daníel Bergmann.

Alþjóðlegur dagur farfugla. Á hverju ári flýgur víðförlasti farfuglinn, krían, 70 þúsund kílómetra leið. Á Íslandi er hann í hópi vorboðanna ljúfu en kveður landið að hausti og heldur á vit sumarsins á suðurhveli. Flugið þangað er rúmlega tíu þúsund kílómetrar hvor leið með ýmsum útúrdúrum. Engin lifandi vera á jörðunni nýtur eins mikillar birtu og sumars og krían. Og krían, sem getur orðið þrítug að aldri flýgur sem samsvarar til tungslins og til baka þegar best lætur á ævinni.

Snæugla.
Snæugla. Mynd: Daníel Bergmann.

Alþjóðlegur dagur farfugla er haldinn tvisvar á ári 13.maí og 14.október. Það er viðeigandi því samkvæmt skilgreiningu eru þetta afar alþjóðlegir fuglar.

Daníel Bergmann ljósmyndari nýtur þess að sjá farfuglana koma til Íslands, enda væri fuglafánan fátækari ef þér létu ekki sjá sig. Meirihluti þeirra tæplega fuglategunda sem verpa á Íslandi eru farfuglar.

Víðerni í hættu

Að þessu sinni er beint sjónum að vatni og mikilvægi þes fyrir farfugla á alþjóðlega degi þeirra. Daníel Bergmann og félagar hans í Fuglavernd eru meðvitaðir um þetta. Daníel bendir á að hér sé á ferðinni mál sem Íslendingar þurfi að gaumgæfa.

Alþjóðlegur dagur farfugla
Haförn. Mynd: Daníel Bergmann.

„Ef við horfum il Íslands, þá er stærsta búsvæðabreytingin sem við stöndum frammi fyrir, stórfelld skógræktaráfrom. Þetta er okkar helsta mál næstu áratugi enda berum við ábyrgð á stórum stofnum vaðfugla,” segir Daníel. „Við erum með helminginn af heimsstofni spóans,  þriðjung af lóunni og svo framvegis.  Þetta er gríðarlega stórt hlutfall af þessum fuglastofnum.”

Hann minnir á að fuglar hafi þrifist í þessum opnu búsvæðum á Íslandi um aldir en þeim verði kollvarpað á skömmum tíma.

„Auk þessa blasir önnur vá við farfuglum í formi stórra áforma um mikil vindorkuver.“

Óneitanlega er það kalhæðnislegt fuglum stafi hætta af áformum sem eru hluta af umhverfisvænum aðgerðum til að stemma stigu við loftslasgbreytingum. Og ekki má gleyma að sá (far)fugl sem ef til vill flestar myndir eru teknar af, lundinn, er nú talinn í útrýmingarhættu, sem ekki síst má rekja til hækkunar hitastigs sjávar og þar með loftslagsbreytinga.

Hvíld og hressing

Jaðrakan. Alþjóðlegur dagur farfugla.
Jaðrakan. Alþjóðlegur dagur farfugla. Mynd: Daníel Bergmann.

Daníel Bergmann minnir á að auk þeirra farfugla sem verpi hér á landi, millilendi þúsundir hér og taki  „eldsneyti” áður en þeir haldi áfram ferð sinni frá Evrópu til Norður-Ameríku.

Mikill meirihluti farfugla treystir á vatnsvistkerfi á æfiskeiði sínu. Votlendi, hvort heldur sem er inni í landi eða við strendur, ár, lækir, vötn, mýrar og tjarnir eru þýðingarmikil fyrir fæðu, drykkjarvatn og hreiðurgerð, en einnig til hvíldar og töku  „eldsneytis” fyrir langferðirnar.

Því miður stafar mikil hætta að vatnsvistkerfum víða um heim og þar með farfuglum sem treysta á þau. Aukin þörf mannsins fyrir vatn, auk mengunar og loftslagsbreytingar, hafa bein áhrif á framboð hreins vatns og líf farfugla.

Sjá einnig hér.