Fátækt sem mannréttindabrot

0
491
poverty2

poverty2

17.október 2016. Fátækt og mannréttindi eru ekki óskyld málefni, heldur kvistar á sama meiði.

Þetta var boðskapur um hundrað þúsund karla og kvenna sem komu saman á Trocadéro í París 17.október 1987 þar sem Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var undirrituð árið 1948. Tilgangurinn var að heiðra fórnarlömb örbirgðar, oflbeldis og hungurs.

Því var lýst yfir að fátækt væri brot á mannréttindum og nauðsyn þess að fylkja liði til varnar þeim réttindum. Frá þessum degi hefur fólk hvaðanæfa að komið saman 17.október til að sýna hinum fátæku samstöðu.

Fyrsti liður Sjálfbæru þróunarmarkmiðanna sem aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samþykktu fyrir ári er að skera upp herör gegn fátækt í heiminum. Í svokallaðri Áætlun 2030 um sjálfbæra þróun er viðurkennt að ekki sé hægt að líta á fátækt einungis sem skort á tekjum eða álíka, heldur verði að líta á þetta í víðara samhengi.

Sameinuðu þjóðirnar halda Alþjóðlegan dag helguðum útrýmingu fátæktar 17.október ár hvert. Að þessu sinni er þema dagsins að viðurkenna þá niðurlægingu og útilokun sem fátækt fólk sætir.

„Niðurlæging og útilokun eru drifkraftar félagslegrar óánægju og í verstu tilfellum ofbeldisfullra öfgastefna sem herja á marga heimshluta,“ segir Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi í tilefni dagsins. „Okkur ber á þessum alþjóðlega degi að hlíða á raddir þeirra sem búa við fátækt Okkur ber að virða og vernda mannréttindi allra og binda enda á þá niðurlægingu og félagslegu útilokun sem fátækt fólk sætir á hverjum degi, með því að nýta krafta þeirra í alheimsbaráttu til að að binda enda á sárafátækt í eitt skipti fyrir öll.“

UN Photo: Marco Dormino