Fjárfestingar í konum snarborga sig

0
493
Women Deliver Press Conference Flickr Women Deliver Attribution NonCommercial 2.0 Generic CC BY NC 2.0

Women Deliver Press Conference Flickr Women Deliver Attribution NonCommercial 2.0 Generic CC BY NC 2.0

13.maí 2016. Þegar fjárfest er í málum stúlkna og kvenna, er það allra hagur.
Þetta er vígorð fjórðu alheimsráðstefnu Women Deliver sem haldin er í Kaupmannahöfn 16.19.maí. Þetta er stærsta ráðstefna um heilsu og réttindi kvenna í áratug og ein fyrst alheimsráðstefna sem haldin er frá því Sjálfbæru þróunarmarkmiðin voru samþykkt í september á síðasta ári.

Að sögn ráðstefnuhaldara hefur það sýnt sig að fjárfestingar í framtíð stúlkna og kvenna, eru þungar á metunum í að stuðla að hagvexti, jafnrétti og að minnka fátækt. Slík fjárfesting ráði því ekki aðeins úrslitum um framtíð hverrar stúlku og konu, heldur alls samfélagsins. Hins vegar er bent á að jafnrétti hafi engan veginn verið náð og að stúlkur og konur um allan heim séu enn ómenntaðar, líði fyrir mæðradauða og giftar á unga aldri.

Alls taka 5 þúsund þátt í ráðstefnunni ; sérfræðingar, stjórnmálamenn, grasrótarsamtök, leiðtogar ríkja og konungborið fólk frá 155 ríkjum.
Á meðal ræðumanna er Mogens Lykketoft, forseti 70. Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, Helen Clark, forstjóri UNDP og David Nabarro, sérstaktur ráðgjafi um Áætlun 2030 og sjálfbæra þróun.