Fjarri fyrirsögnunum. Vestur-Sahara. Flóttamenn.
Um hvað snýst ástandið?
Alsír hefur hýst svokallaða Sahrawi-flóttamenn frá Vestur-Sahara í tæpa hálfa öld. Þetta er næst elsta flóttamannaástand heims. Talið er að 173,600 þurfi á mannúðaraðstoð að halda í fimm flóttamannabúðum.
Flóttamannabúðirnar eru nærri Tindouf í vesturhluta Alsírs. Þar getur hitinn komist í 50 stig á sumrin og úrkoma er lítil. Fá efnahagsleg tækifæri og litlir möguleikar á að afla sér lífsviðurværsi eru í þessari hrjóstrugu og afskekktu eyðimörk þar sem miklir sandstormar eru tíðir.
Bakgrunnur ástandsins
Deilur og átök hafa verið á milli Marokkó og Polisario, stjórnmálahreyfingar heimamanna, um yfirráð yfir Vestur-Sahara allt frá því spænska nýulenduveldið hvarf á braut árið 1975.
Engin pólitísk lausn hefur náðst og Sahrawi-fólkinu hefur verið nauðugur einn kostur að hírast í flóttamannabúðum. Óbreytt ástand hefur valdið gremju, ekki síst á meðal ungs fólks.
Áhrif á fólkið
88% Sahrawi-flóttamannanna eru fæðuóöruggir eða í hættu að verða það. 60% eru með öllu óvirkir efnahagslega og þriðjungur hefur engar tekjur. Nærri 11% barna á aldrinum 6 til 59 mánaða þjást af bráðri vannæringu. Blóðleysi hrjáir rúmlega helming barna á þeim aldri og konur á barneignaaldri.
Vond fæða og skortur á vitund um hollustu hefur leitt til steinefna- og vítamínskorts og offitu eða ofþyngd hjá konum.
Menning og sjálfsmynd Sahrawi-fólksins á undir högg að sækja vegna þess hve ástandið hefur dregist á langinn.
Viðbrögð Sameinuðu þjóðanna
Vestur-Sahara hefur verið á lista Sameinuðu þjóðanna um svæði sem njóta ekki sjálfstjórnar frá 1963.
Sendinefnd SÞ vegna þjóðaratkvæðagreiðslu í Vestur-Sahara (MINURSO) var stofnuð með ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna númer 690 í kjölfar þess að að Marokkó og POLISARIO samþykktu áætlun um lausn deilunnar 1988.
Áætlunin fól í sér að undirbúin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem Vestur-Saharabúar veldu á milli sjálfstæðis og þess að verða hluti af Marokkó. Atkvæðagreiðslan hefur enn ekki farið fram.
Sameinuðu þjóðirnar hafa lengi reynt að finna friðsamlega lausn á deilunni um Vestur-Sahara. 6.október 2021 var ítalsk-sænski stjórnarerindrekinn Staffan de Mistura skipaður sérstakur erindreki aðalframkvæmdastjórans og sáttasemjari í málum Vestur-Sahara.
Sameinuðu þjóðirnar á vettvangi
Auk hefðbundinnar aðstoðar við flóttamenn, hefur Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna reynt að tengja íbúa Vestur-Sahara og þá sem dvelja í flóttamannabúðum í Alsír.
Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) hefur stutt við bakið á þeim flóttamönnum sem standa hve höllustum fæti frá 1986. WFP hefur útvegað fæðu og aðra næringu.
Hvað getur þú gert?
Rödd þín skiptir máli! Deilið þessari grein á samfélagsmiðlum og talið um vandann í ykkar hóp.
Einnig má styðja hjálparstarf Sameinuðu þjóðanna á staðnum fjárhagslega.
Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) hér.
og Flóttamannahjálpin (UNHCR) hér.