Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna krefst rannsóknar á dauða Navalny

0
16
Liz Throssell talsmaður mannréttindaskrifstofu SÞ í Genf
Liz Throssell talsmaður mannréttindaskrifstofu SÞ í Genf. Mynd: UNOG

Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hefur hvatt rússnesk stjórnvöld til að láta fara fram óháða, rækilega og gegnsæja rannsókn á dauða Alexei Navalny stjórnarandstöðuleiðtoga í Rússlandi. 

Tilkynnt var í dag að Navalny hefði látist í haldi í refsinýlendu í Síberíu. Skrifstofan og sérstakir erindrekar Sameinuðu þjóðanna í mannréttindamálum höfðu ítrekað lýst áhyggjum af því að Navalny fengi ekki fullnægjandi læknisþjónustu. Þá var Rússland gagnrýnt fyrir, að því er virtist ítrekaðar og handahófskenndar fangelsanir Navalny.

Navalny fyrir rétti.
Navalny fyrir rétti. Mynd: Evgeny Feldman/Creative Commons Attribution-Share Alike 4.0

Ríki ber ábyrgð

 Við bendum á að ríkisvaldinu ber aukin skylda til að vernda líf einstaklinga, sem sviptir hafa verið frelsi,” segir Liz Throssell talsmaður Mannréttindaskrifstofunnar í yfirlýsingu. „Ef einhver deyr í haldi ríkis, er gengið út frá því að ríkið beri ábyrgð. Undan þeirri ábyrgð verður einungis komist í krafti óháðrar, rækilegrar og gegnsæjar rannsóknar af hálfu óháðra aðila.“

 Throssell hvatti jafnframt rússnesk yfirvöld til að hætta ofsóknum stjórnmálamanna, mannréttindaforkólfa og blaðamanna, auk annarra.

 „Láta ber alla þá lausa sem hafa verið teknir höndum eða dæmdir í mislanga fangavist fyrir að nýta réttindi sín. Þar á meðal má nefna rétt til friðsamlegrar samkomu og tjáningar.“

 Sjá nánar hér.