Fjarri fyrirsögnunum:  Neyð Rohingja-fólksins

0
16
Kutupalong flóttamannabúðirnar í Ukhia, Cox's Bazar, Bangladesh.
Kutupalong flóttamannabúðirnar í Ukhia, Cox's Bazar, Bangladesh. Mynd: OCHA/Vincent Tremeau

Flóttamenn. Rohingjar. Rúmlega ein milljón manna af kyni Rohingja, minnihlutahóps múslima í Myanmar (Búrma), hefur flúið átök og ofsóknir í heimalandi sínu í nokkrum hrinum á undanförnum árum. 

Skilti þar sem stendur Heimsvandamál : Fjarri fyrirsögnum

Hverjir eru Rohingjar?

Rohingjar hafa búið í Myanmar um aldir, aðallega í Rakhine-fylki, fátækasta héraði landsins. Rohingjar eru minnihlutahópur múslima en aðrir íbúar eru flestir hverjir búddistar. Frá 1982 hafa þeir verið sviptir ríkisborgararétti og eru nú stærsti hópur ríkisfangslauss fólks í heiminum. Sökum þess að Rohingjar njóta ekki opinberrar viðurkenningar, njóta þeir heldur ekki grundvallarréttinda og verndar. Fyrir vikið eru þeir útsettir fyrir alls kyns misnotkun, kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi, og ýmis konar harðræði.

Hakimpara flóttamannabúðunum í Ukhia, Cox's Bazar, Bangladesh.Najir Ahmad, 30, frá þorpinu Kollom í Mongdow (Myanmar).
Hakimpara flóttamannabúðunum í Ukhia, Cox’s Bazar, Bangladesh. Najir Ahmad, 30, frá þorpinu Kollom í Mongdow (Myanmar). Mynd: OCHA/Vincent Trembleau

 Um hvað snýst málið?

 Rohingjar hafa löngum sætt mismunun og ofsóknum í Myanmar. Hundruð þúsunda flúðu á  tíunda áratug síðustu aldar. Fjöldaflótti brast svo á í ágúst 2017 eftir ofbeldisöldu í Rakhine-fylki. Alls flúðu þá rúmlega 740 þúsund manns, aðallega konur og börn, til nágrannaríkisins Bangladesh.

Á þessum tíma bárust fréttir af umfangsmiklum mannréttindabrotum. Heilu þorpin voru brennd til grunna, fólk drepið og fjölskyldum sundrað. Margir lögðu sig í lífshættu með því að fara sjóleiðina yfir Bengal-flóta til að leita griða í Bangladesh.

Jamtoli flóttamannabúðirnar í , Ukhia, Cox's Bazar, Bangladesh.
Jamtoli flóttamannabúðirnar í , Ukhia, Cox’s Bazar, Bangladesh.
Mynd: OCHA(Vincent Tremeau

 Cox’s Bazar – stærsta flóttamannasvæði í heimi

Meirihluti Rohingja-flóttamannanna, um ein milljón, hefst við í alls 33 búðum í Cox´s Bazar.  Búðirnar eru ofsetnar og konur og börn eiga í vök að verjast. Þau eru í mikilli hættu að verða ofbeldi, misnotkun og mansali að bráð.  Að auki hafa náttúruhamfarir verið tíðar á þessu svæði og má nefna bæði flóð og aurskriður á monsún-rigningatímanum frá júní til október.

Til að bæta gráu ofan á svart, er aðgangur að vatni, salernum og hreinlætisaðstöðu verulega ábótavant. Slíkt eykur hættuna á útbreiðslu sjúkdóma, sem berast með menguðu vatni, ekki síst lifrarbólgu, bráða niðurgangspest og beinbrunasótt.

Hakimpara flóttamannabúðirnar Ukhia, Cox's Bazar, Bangladesh
Hakimpara flóttamannabúðirnar Ukhia, Cox’s Bazar, Bangladesh. 
Setera Begum, 19, móðir frá þorpinu Hormara í Bochidong (Myanmar) Mynd: OCHA/Vincent Tremeau

Rohingja-flóttamennirnir eru algjörlega háðir mannúðaraðstoð um vernd, mat, vatn, húsaskjól og heilbrigðisþjónustu, þar sem þeir búa í bráðabirgðaskýlum í ofsetnum búðum.

Rohingja-fólk hefur leitað til öruggra ríkja og oft tekið mikla áhættu, ekki síst með viðsjárverðum sjóferðum. Árið 2023 er talið að af 6500 landflótta einstaklingum hafi 569 týnt lífi á flóttanum.

Kutupalong flóttamannabúðunum í Ukhia, Cox's Bazar, Bangladesh. Karlar bíða eftir að úthlutun mannúðaraðstoðar hefjist.
Kutupalong flóttamannabúðunum í Ukhia, Cox’s Bazar, Bangladesh. Karlar bíða eftir að úthlutun mannúðaraðstoðar hefjist. Mynd: OCHA/Vincent Tremeau

Viðbrögð Sameinuðu þjóðanna

Sameinuðu þjóðirnar hafa tekið saman áætlun um hvernig hjálpa skal einni milljón Rohingja í Cox´s Bazar og á Bhasan Char eyju, auk 346 þúsund heimamanna. Útvega þarf mat, húsaskjól, heilsugæslu, aðgang að hreinu drykkjarvatni, vernd, menntun og skapa möguleika á að afla sér lífsviðurværi.

Sex stofnanir Sameinuðu þjóðanna, þar á meðal Alþjóða fólksflutningastofnunin (IOM), Flóttamannahjálpin (UNHCR), Mannfjöldasjóðurinn (UNFPA), Barnahjálpin (UNICEF), Jafnréttisstofnunin (UN Women) og Matvælaáætlunin (WFP) vinna að verkefnum í þágu flóttamannanna. 9 milljónum Bandaríkjadala var veitt til þeirra úr Miðlægum hamfaraviðbragðasjóði Sameinuðu þjóðanna (CERF) í janúar 2023.

Flóttakona við störf
Flóttakona við störf Mynd: UNOCHA/Nyan Zay Htet

Finna má nánari upplýsignar um störf stofnananna á heimsíðum þeirra.:

UNICEF – UNHCR – WFP – UNFPA – IOM – UN WOMEN

Hvernig getur þú hjálpað?

Rohingja-flóttamenn þurfa á brýnni fjárhagsaðstoð að halda, sjá hér.