Fjórði hver telur réttlætanlegt að eiginmaður berji konu sína

0
108
1. Jafnrétti kynjnna snýst ekki aðeins mannréttindi, heldur einnig um að leggja grunn að friðsælli velmegun og sjálfbærum heimi. Mynd: © UNAMID/Albert Gonzalez Farran
1. Jafnrétti kynjnna snýst ekki aðeins mannréttindi, heldur einnig um að leggja grunn að friðsælli velmegun og sjálfbærum heimi. Mynd: © UNAMID/Albert Gonzalez Farran

Jafnrétti kynjanna. Jafnréttismál. Níu af hverjum tíu karlmönnum í heiminum eru haldnir grundvallar fordómum” gegn konum ef marka má nýja skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Hún byggir á viðhorfskönnun, sem nær til 85% heimsbyggðarinnar. Samkvæmt henni hefur ekki orðið nein umtalsverð viðhorfsbreyting síðastliðinn áratug.  

Konur og stúlkur á Haítí eru enn sem fyrr fórnarlömb djúpstæðs ójöfnuðar og kynbundins ofbeldis. Mynd: © UN Women/Catianne Tijerina
Konur og stúlkur á Haítí eru enn sem fyrr fórnarlömb djúpstæðs ójöfnuðar og kynbundins ofbeldis. Mynd: © UN Women/Catianne Tijerina

Það sem verra er, er að skýrsla Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP), bendir til að bakslag hafi orðið í jafnréttismálum. Helmingur íbúa 80 ríkja telur enn að karlar séu betri pólitískir leiðtogar en konur og rúmlega 40% að þeir séu betri forstjórar. Fjórðungur telur réttlætanlegt að eiginmaður leggi hendur á konu sína. 45% telja að karlar eigi meiri rétt á atvinnu en konur. Hlutfall kvenna í forystu ríkisstjórna eða ríkja hefur haldist óbreytt, um 10%, frá 1995.

Þessir fordómar eru ríkjandi víðast hvar, óháð hnattstöðu, tekjum, þróunarstigi eða menningu. Samkvæmt skýrslunni hefur bakslag í réttindamálum kvenna og víðtækar afleiðingar COVID-19 heimsfaraldursins, orðið til að breyta stöðunni til hins verrra.

Framþróun í jafnréttismállum hefur stöðvast

 Þrátt fyrir að femínískum hópum, jafnréttissinnum, kvennasamtökum og félagslegum hreyfingum sem berjast fyrir jafnrétti, hafi vaxið ásmeginn, bendir skýrsla Sameinuðu þjóðanna til að litlar sem engar framfarir hafi orðið í að breyta viðhorfum.

Fordómar gegn konum hafa lítið minnkað á síðustu tíu árum. Mynd: © Giacomo Ferroni
Fordómar gegn konum hafa lítið minnkað á síðustu tíu árum. Mynd: © Giacomo Ferroni

Tölunum var safnað á árunum 2017 til 2022 og hafa litlar breytingar orðið frá síðustu skýrslu 2020.

Pedro Conceição, forstöðumaður hjá UNDP segir að hann hafi búist við einhverri framþróun. „Því miður hefur starfið við skýrslugerðina einkennst af hverju áfallinu á fætur öðru. Fyrst þegar hún var tekin saman var umfang fordómanna áfall, en nú er það árangursleysið.“

Fordómar eru hindrun fyrir réttindum kvenna

 Í skýrslunni er því haldið fram að fordómar hindri konur í að njóta réttinda og valdi hrikalegum mannréttindabrotum. Þeir fækka valkostum og tækifærum, og minnka möguleika á árangri í stjórnmálum, atvinnulífi og á vinnumarkaði.

Menntun er lykill að því að bæta efnahagslega stöðu kvenna. Engu að síður bendir skýrslan til að jafnvel þótt menntunarbilið sé brúað, skili það sér ekki í að brúa tekjubilið. Þótt konur séu betur menntaðar og kunnáttusamari en áður, er tekjubilið á milli karla og kvenna 39%.

Ríkisstjórnir hafa mikilvægu hlutverki að gegna

 Jafnvel þótt ekki sé útlit fyrir að jafnrétti kynjanna verði að veruleika fyrir 2030, þegar ákvæðum Heimsmarkiðanna á að vera náð, eru breytingar mögulegar. Í 27 af þeim 28 ríkjum sem voru til umfjöllunar, jókst fjöldi þeirra sem voru fordómalausir á öllum sviðum.

COVDI 19 og fátækt kvenna
Kona með barn í fanginu í fátæktra hverfi í Dhaka í Bangladesh.

Í skýrslunni er lögð áherslu á að ríkisstjórnir gegni veigamiklu hlutverki í að breyta félagslegum viðmiðum. Sem dæmi má nefna skiptir stefnumörkun um fæðingarorlof máli í því skyni að breyta viðhorfum til umönnunar. Sama máli gegnir um umbætur á vinnumarkaði, sem hafa að markmiði að breyta viðhorfum til kvenna á vinnustaðnum.

Efnahagslegt gildi ógreiddrar vinnu

 Raquel Lagunes, oddviti kynja-teymis UNDP, leggur áherslu á að viðurkenna beri efnahagslegt gildi ógreiddrar vinnu við umönnun. Hún bendir á að „talið er að konur verji sex sinnum meiri tíma í ógreidda vinnu en karlar í þeim ríkjum þar sem mestir kynbundnir fordómar eru gegn konum.“ Af þeim sökum telur hún að sé þýðingarmikið að takast á við viðhorf til umönnunarvinnu.

Brýn þörf fyir breytingar

Sameinuðu þjóðir sjálfstæðis ríkja
Konur klæðast sómölsku fánalitunum. UN Photo Tobin Jones.

 Heimurinn mun ekki ná markmiðum um jafnrétti eða Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun án þess að takast á við fordómafull félagsleg viðhorf til kvenna.  Að mati skýrsluhöfunda ber að auka mannlega þróun með fjárfestingum, tryggingum og nýsköpun í því skyni að knýja fram breytingar í átt til jafnréttis kynjanna.

Í skýrslunni er hvatt til þess að efnahagslegt framlag kvenna sé virt að verðleikum, þar á meðal ógreidd vinna. Lagasetningu og aðgerðum beri að beita til að tryggja pólitíska þátttöku og efla aðgerðir til að berjast gegn staðalímyndum.