Vísindamenn hafa þungar áhyggjur af minnkandi hafís við Suðurskautslandið

0
105
Hafís
Hafís. Mynd: WMO

Heimskauta-vísindamenn segja brýna þörf á eflingu rannsókna og eftirlits vegna sífellt hraðari breytinga jafnt á norður- sem suðurheimskauti.

Rúmlega 60 sérfræðingar frá 41 stofnun og 14 ríkjum sóttu árlegan fund tveggja vinnuhópa vísindanefndar um rannsóknir á suður- og norðurslóðum í fyrsta skipti eftir fjögurra ára hlé vegna COVID-19.

Hafís minnkar, hraðar en dæmi eru um og hefur það ekki aðeins áhrif á umhverfi við pólana og íbúana, heldur á veður og loftslag um allan heim.

Hafís og landfastur ís minnkað verulega

Sérstaklega er bent á rýrnun hafísins við Suðurskautið frá 2016, sem eigi sér engin fordæmi frá því farið var að taka gervihnattamyndir á áttunda áratugnum. Vísindamenn haf aáhyggjur af þessu, en þetta fyrirbæri hefur ekki verið fyllilega útskýrt.

Hafís við suðurskautslandið hefur aldrei verið minni en í febrúar 2023 en met höfðu áður verið sett í febrúar 2022 og 2017.  Jafnvel nú þegar miður vetur er á suðurskauti er hafísinn í lágmarki.

Landfastur ís hafði minnkaði verulega við mælingar 2022 í fyrsta frá því farið var að fygljast með. Sum svæði á ströndum á Suðurskautslandinu eru nú íslaus í fyrsta skipti.

Á sama tíma var haldinn ráðgjafafundur um Suðurskautssátmálans sem Finnar hýstu í Helsinki. Petteri Taalas forstjóri Alþjóða veðurfræðigstofnunarinnar (WMO) benti þar á miðlægt hlutverk Suðurskautslandsins í alþjóða loftslagskerfinu.

 Það sem af er árinu 2023 hefur hafís á norðurslóðum verið í lágmarki. Útbreiðsla hafís síðustu 16 ár er sú minnsta á 16 ára tímabili frá því farið var að taka gervihnattamyndir fyrir 44 árum.

Hvatning um tafarlausar aðgerðir

Mælingar á hafís á norðurskauti. Mynd: ©Tor Ivan Karlsen, Norwegian Polar Institute, 2010
Mælingar á hafís á norðurskauti. Mynd: ©Tor Ivan Karlsen, Norwegian Polar Institute, 2010

Íslaust svæði opnaðist nærri sjálfum Norðurpólnum í júlí 2022 og hélst svo í nokkrar vikur. Þynnri, óþéttari ís hefur haldið áfram að koma í stað eldri, þykkari íss í þessum heimshluta á undanförnum árum.

Heimskautavísindamennirnir hafa hvatt til varanlegs langtíma-eftirlits og rannsókna til að stoppa upp í upplýsinga-göt á báðum heimsskautum.