Flóttamenn

0
895

“Síðan 1990 hafa flest stríð brotist út vegna innbyrðis deilna. Þau hafa verið hrottaleg og kostað yfir 5 milljónir manna lífið. Þau hafa vanvirt fleiri manneskjur en landamæri. Mannúðarsamningar hafa margoft verið vanvirtir, borgarar og hjálparstarfsmenn hafa verið skotmörk og börn verið þvinguð til að myrða”

Úr Árþúsundaskýrslu aðalframkvæmdastjóra Kofi Annan

 

refugees.jpg 

 

 

 

 

 

 

 

{mospagebreak title=Mikilvægar staðreyndir}

Mikilvægar staðreyndir
  • Áætlað er að um allan heim séu um 50 milljónir manna sem teljast mega fórnarlömb þvingaðar umrótunar.
  • Um 14 milljónir manna eru flóttamenn samkvæmt eftirfarandi túlkun: Fólk sem yfirgefið hefur eigið land til að flýja ofsóknir, vopnuð átök eða ofbeldi. Við þessa tölu má bæta fjölda burtflæmdra aðila sem ekki njóta neinnar alþjóðlegrar verndunar eða aðstoðar, en flestir þeirra eru flóttamenn í eigin landi.
  • Nær tveir þriðju allra flóttamanna í heiminum eru í Mið-Austurlöndum og Afríku. Þó flóttamannastraumurinn dreifist um allan heim koma flóttamenn upphaflega frá tiltölulega fáum svæðum. Helmingur allra flóttamanna koma frá þrem svæðum: Palestínu, Afganistan og Írak. Aðrir koma frá Síerra Leóne, Sómalíu, Súdan, Júgóslavíu, Angólu, Króatíu og Erítreu.
  • Hlutverk Flóttamannastofnunar SÞ (UNHCR) er að leiða og samræma alþjóðaáætlun um alheimsvernd flóttamanna og úrlausnir á vandamálum þeirra. Þegar Flóttamannastofnun SÞ var stofnuð árið 1951 var tilgangur hennar að aðstoða um 1,2 milljónir Evrópubúa sem urðu heimilislausir í kjölfar seinni heimstyrjaldarinnar.

 
{mospagebreak title=Hverjir eru flóttamenn í dag?}

Hverjir eru flóttamenn í dag?

Samkvæmt Flóttamannasamningi SÞ eru flóttamenn þeir einstaklingar sem flýja heimaland sitt vegna yfirvofandi hættu á ofsóknum vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis, stjórnmálalegrar sannfæringar eða aðildar að sérstökum félagslegum hópi – og geta ekki, eða óska enn sem komið er ekki að snúa aftur heim.

Enginn vill (eða velur) að vera flóttamaður. Að vera flóttamaður er meira en bara að vera útlendingur. Það þýðir að lifa í útlegð og oft vera háður öðrum hvað grunnþarfir varðar s.s. mat, fæði og húsaskjól.

Einstaklingur verður flóttamaður er eitt eða fleiri af grundvallarmannréttindum þess er brotið. Margir eru fórnarlömb stríðs, stjórnmála, trúar eða annars konar ofsókna. Við flótta hefst ringulreið og við leit að öryggi í öðru landi missir fórnarlambið oft á tíðum allan rétt og veraldlegum eigum sem leggja hornsteininn að öllum borgaralegum samfélögum – heimili, persónulegar eigur, menntun og heilbrigðisþjónustu, nána fjölskyldumeðlimi og stundum meira að segja kennimark sitt. Flóttakonur, börn og aldraðir eru þau allra berskjölduðustu.

{mospagebreak title=Skilgreiningar} 

Skilgreiningar

Flóttamaður: Einstaklingar utan síns heimalands sem eru ófærar eða óviljugar til að snúa heim á ný vegna ótta við ofsóknir.

Heimkomnir: Einstaklingar sem voru alþjóðasamfélaginu áhyggjuefni er þær voru á erlendri grundu og eru enn í takmarkaðan tíma eftir heimkomuna.

Flóttamaður í eigin landi: Einstaklingar sem flýja átök innan eigin lands. SÞ aðstoða suma hópa flóttamanna í eigin landi.

Hælisleitendur: Einstaklingar sem yfirgefið hafa heimaland sitt og sótt um viðurkenningu sem flóttamenn í öðru landi þar sem umsókn þeirra er enn til umfjöllunar.

Aðrir hlutaðeigendur: Einstaklingar sem eru í svipaðri stöðu og flóttamenn en hafa ekki verið formlega viðurkenndir sem slíkir. Þ.á.m. fórnarlömb stríðsins í fyrrum Júgóslavíu og ýmsir hópar CIS landa (Common Wealth Independent States)

{mospagebreak title=Á flótta} 

Á flótta

 “Ný alda flóttamanna kemur til höfuðborgar Afganistan”. “Flóttamenn frá Rúanda deyja í Kisangani”. “Í Hong Kong er fleira bátafólk hrakið heim á ný”. “UNHCR segir að réttindi flóttamanna til hælis í Evrópu sé í hættu”. “Flóttamenn frá Georgíu krefjast réttar til að snúa heim á ný”. “Þúsundir manna á flótta vegna ofbeldis í Kólumbíu”. “Hernaðaríhlutun til að stemma stigu við fólksflótta í Albaníu”.

Allar þessar fyrirsagnir birtust í blöðunum á aðeins einni viku. Eins og sjá má þá glíma flóttamenn við vandamál um heim allan; vandamál sem nú hafa orðið bæði almennt og stjórnmálalegt áhyggjuefni.

Fólk flýr heimaland sitt er að lífi þeirra steðjar hætta. Á hverjum degi, um allan heim leggst fólk á flótta.

Á undanförnum áratugi hefur átökum fjölgað. Eins og aðalframkvæmdastjóri lagði áherslu á í Árþúsundaskýrslu sinni, þá eru borgarar um víðan heim neyddir til að leggjast á flótta – aðallega vegna innbyrðis stríða. Eins og sjá má á svæðum eins og Kosovo, Austur-Tímor, Síerra Leóne og Great Lakes svæðinu í Afríku, eru upptök átaka og flótta oft bundin skorti á viðurkenningu á getu, færni og réttindi þjóðernisminnihluta eða ákveðinna félagshópa. Það kyndir undir málstað aðskilnaðarsinna sérstaklega á þeim svæðum þar sem hefð er fyrir sjálfsstjórn. Ættarbönd, þjóðernisstefna og þjóðhverfur hugsunarháttur gera illt verra. Í mörgum tilfellum eru stefnur aðskilnaðarsinna verulega kúgandi og eru minnihlutahópar sérstök skotmörk þeirrar kúgunar. Slíkt leiðir af sér klofningu samfélaga og þjóðfélaga, umrótun og endurspeglar hörmungar flóttamanna.

Eftir því sem fjöldi flóttamanna hefur aukist og dreifst um heiminn, hefur starfssvið flóttamannahjálpar verið víkkað á undanförnum árum. Flóttamannastofnun SÞ hefur fjölgað aðstoðar- og neyðaraðgerðum sínum og á undanförnum árum hefur hennar aðstoðar verið óskað fyrir aðra hópa sem búa við svipaðar aðstæður og flóttamenn. Þ.á.m. er fólk sem hefur fengið vernd en ekki verið fyllilega viðurkennt sem flóttamenn.

Flesti þeirra sem búa við svipaðar aðstæður og flóttamenn eru flóttamenn í eigin landi sem hafa flúið heimili sín, yfirleitt í borgarastyrjöldum, en hafa ekki flúið yfir landamæri. Aðalframkvæmdastjóri útnefndi UNHCR árið 1991 sem meginmannúðarskrifstofu í fyrrum Júgóslavíu, þar sem UNHCR aðstoðaði um 3,5 milljónir flóttamanna, flóttamenn í eigin landi og fleiri stríðshrjáða á meðan á átökunum stóð. Sérfræðikunnátta UNHCR var nýtt til að aðstoða nær öllum íbúum Bosníu-Hersegóvínu, þar á meðal fólk sem hvorki var á flótta í eigin landi, né flóttamenn og þá sem flúðu hörmungarnar í Kosovo árið 1999.

{mospagebreak title=Saga Jakobs}

Saga Jakobs

Í heimabæ mínum í suðurhluta Súdan voru bardagar út um allt. Þó ég var bara níu ára gamall, dreymdi mig alltaf um að hlaupast á brott til staðar þar sem ekki ríkti stríð og þar sem ég gæti farið aftur í skóla. Fullt af fólki í þorpinu mínu flúði stríðið, þ.á.m. kona sem bjó við hliðina á okkur.

Einn dag fór ég líka án þess að segja nokkrum frá því. Ekki einu sinni pabba mínum.

Það var svo margt fólk á gangi eftir götunni. Ég hafði ekkert. Engin föt, engan mat. Fyrsta daginn borðaði ég ekki neitt. Ég bara hljóp. Ég man eftir villtu dýrunum sem ég hafði séð meðfram veginum fyrstu nóttina svo ég klifraði upp í tré til að sofa.

Næsta dag fann ég konuna sem bjó við hliðina á okkur. Hún samþykkti að taka með með sér. Fljótt komum við að stað þar sem voru jarðsprengjur. Einhver varð fyrir sprengju og allir hlupu af stað , það var blóð út um allt. Við héldumst fast í hendur og hlupum saman yfir akurinn.

Fljótt komum við að á. Hinum megin við ánna fundum við fleira fólk þau voru öll svöng. Við gengum áfram og það bættist fleira fólk í hópinn. Við gengum í gegnum auð þorp. Við sáum þorp þar sem ekki var sálu að finna – ekki einu sinni kött. Við höfðum engan mat, fólk byrjaði að borða laufblöð.

Eftir tíu daga var fólk úr hópnum okkar farið að deyja. Nótt eina settist gamall maður niður á götuna sagðist ekki geta gengið lengra. Klukkustund síðar dó hann. Við fórum yfir aðra á og flugvélar köstuðu sprengjum niður á okkur. Ég var mjög þreyttur og hélt að við myndum aldrei finna búðirnar. En nágrannakonan sagði við mig, “Við erum komin nálægt. Þegar við komumst yfir landamæri Eþíópíu verða vandamál okkar úr sögunni”.

Þrem tímum síðar náðum við til flóttamannabúðanna. Margir hér koma frá Súdan og eru í sömu stöðu og ég. Þetta er staðurinn sem mig dreymdi um. Ég er kominn aftur í skóla. Í búðunum fáum við mat og lyf. Hljóðin frá flugvélunum hræða mig ekki lengur því ég veit að þær koma með mat en ekki sprengjur.

En þegar ég heyri í flugvélum hugsa ég til föður míns og bræðra í þorpinu heima og ég verð sorgmæddur. Ég held að daginn sem ég flúði, gleymdu þeir að ég elskaði þá. Mig langar heim.

Úr “Refugee Children”, útgefið af UNHCR

 
{mospagebreak title=Að komast í öruggt skjól}

Að komast í öruggt skjól

Mörg ríki hafa samþykkt að veita flóttamönnum hæli. Að veita hæli merkir að bjóða fólki sem er í hættu í heimalandi sínu vernd í öruggu landi. Ein aðferðin við að tryggja það að flóttamenn fái vernd í því ríki sem þeir fá hæli í, er að aðstoða verndarríkið eftir fremsta megni og að tryggja það að ríkið sé meðvitað um skyldur sínar til að vernda þá flóttamenn og einstaklinga sem sækja um hæli og leita úrlausna.

Í krafti framkvæmda sinna í þágu flóttamanna og annarra uppflosnaðra aðila, hefur UNHCR einnig stutt grundvallarreglur sáttmála Sameinuðu þjóðanna: að viðhalda alheimsfriði og öryggi, þróa vinsamleg tengsl milli þjóða; og hvetja til virðingar fyrir mannréttindum og grundvallarfrelsi.

UNHCR stundar ópólitísk mannúðarstörf. Tvö meginhlutverk UNHCR eru að vernda flóttamenn og að leita varanlegra lausna á vandamálum þeirra. Verndunarhlutverkið – mikilvægasta ábyrgðin – er kunn sem “alþjóðleg vernd” og er tilgangurinn að tryggja grundvallarmannréttindi og sérstaklega að engir flóttamenn séu sendir óviljugir heim, til lands þar sem hann eða hún hefur ástæðu til að óttast ofsóknir.

Hver flóttamaður hefur rétt á hæli. En í alþjóðlegri vernd felst meira en líkamlegt öryggi. Flóttamenn skulu njóta í það minnsta sömu réttinda og grundvallaraðstoðar og allir aðrir útlendingar sem er löglegir íbúar landsins, þ.á.m. vissra grundvallarréttinda einstaklingsins eins og borgaraleg réttindi, þ.á.m. á hugsun og frjálsri för og réttindi varðandi pyndingar og vanvirðandi meðferð. Eins ná efnahagsleg og félagsleg réttindi til flóttamanna rétt eins og annarra einstaklinga. Flóttamaður skal fá aðgang að læknisþjónustu, allir fullvaxta flóttamenn skulu hafa rétt á að vinna. Ekkert barn sem er á flótta skal vera hindrað skólagöngu, skráð í herþjónustu eða notað til vændis.

 
{mospagebreak title=Að aðstoða flóttamenn}

Að aðstoða flóttamenn

Hægt er að vernda, aðstoða og leita varanlegra lausna fyrir flóttamenn á ýmsan máta. Ein verndaraðgerð er t.d. að framfylgja alþjóðasamþykktum um flóttamenn og að fylgjast stöðugt með framfylgni ríkisstjórna. Þó flóttafólki hafi tekist að flýja mannréttindabrot í heimalandi sínu, geta flóttamenn þurft að standa frammi fyrir nýjum hörmungum í hælislandinu. Sumir flóttamenn hafa upplifað kynferðislegt ofbeldi, misnotkun og annars konar árásir. Alþjóðlegt starfslið starfar bæði í höfðuborgum og í eða við afskekktar búðir og við landamæri við að veita vernd og að draga úr hættu á líkamsárásum.

Neyðaraðstoð sem veitt er flóttamönnum getur verið í formi matar, vatns, skjóls, lyfja, teppa, hreinlætisaðstoðar og útbúnaðar sem eldhúsáhalda og tækja. Blá tjöld UNHCR eru víða þekkt þar sem notkun þeirra hefur margfaldast. Það eru einnig áætlanir um að stofna skóla og heilsugæslustöðvar fyrir flóttamenn sem búa í flóttamannabúðum eða í öðrum slíkum samfélagshópum. Það er mikilvægt að allt sé reynt til að tryggja það að flóttamenn öðlist sjálfbært líferni eins fljótt og auðið er – það getur kostað lítinn fjárhagslegan styrk og innkomugefandi verkefni að kenna þeim nýja hluti.

Að lokum er varnalegra lausna á vandamálum flóttamanna leitað með því að senda þá heim aftur, með að gefa þeim tækifæri á að aðlagast fyrsta hælislandinu eða að koma sér fyrir í þriðja landinu.

  • Hin sautján ára gömlu Fatimu, flóttastúlka frá Sómalíu, var nauðgað er hún var að reka geitur nálægt Dadaab flóttamannabúðunum í austur Keníu. Eftir það útskúfaði hennar eigin samfélag hana vegna atburðarins. UNHCR útvegaði Fatimu lyf og félagslega og lagalega aðstoð. Seinna sameinaðist Fatima samfélaginu á ný – eftir sex mánaða læknismeðhöndlun.
  • Vegna þjóðernisdeilna í Rúanda árið 1994 lögðust þúsundir barna á flótta frá heimilum sínum, mörg án foreldra eða forráðamanns. Í samvinnu með KODAK aðstoðaði UNICEF mörg þessara barna við að sameinast foreldrum sínum á ný. Hinn átta ára gamli Oliver var einn þeirra. Mynd af honum og hundruð annarra var hengd upp á töflu í flóttamannabúðunum þar sem Oliver bjó í Goma í Zaír. Þegar Beatrice móðir hans sá Oliver í apríl 1995, spurði hún hann hvort hann vissi hver hún væri. Oliver hafði ekki séð móðir sína í níu mánuði. “Þú ert Beatrice, móðir mín” sagði hann, eftir andartaks hik og faðmaði svo móður sína.

{mospagebreak title=Merki um framfarir} 

Merki um framfarir

Á undanförnum árum hafa margir neyðst til að yfirgefa heimili sín og leita öryggis á öðrum stað. En mörgum flóttamönnum hefur tekist að snúa heim á ný, til eigin lands og samfélags.

Afganistan: Síðan 1989 hefur nær 2,6 milljónum afgönskum flóttamönnum verið aðstoðað við að snúa heim á ný frá Pakistan og Íran.

Great Lakes, Afríka: Árið 1994 hófu SÞ að veita yfir 1,7 milljónum flóttamönnum frá Rúanda mannúðaraðstoð á meðan hörumungarnar við Grate Lakes svæðið stóðu yfir. Á árunum 1996-1997 snéru flest þessa fólks heim á ný.

Bosnía-Hersegóvína: Loftbrúin til Sarajevo var stærsta mannúðaraðstoð sögunnar sem fram fór í lofti. Loftbrúin hófst í júlí 1992 og lauk í janúar 1996. Yfir 2,7 milljónum mönnum, konum og börnum var aðstoðað.

Kákasus: Í hinum nýlega sjálfstæðu ríkjum Armeníu, Aserbaídsjan og Georgíu var um 450 000 flóttamönnum og hælisleitendum aðstoðað sem og um 970 000 flóttamönnum í eigin landi.

Gvatemala, El Salvador og Nikaragúa: UNHCR og Þróunarsjóður SÞ (UNDP) aðstoðaði alls um 1,9 milljónum flóttamanna í eigin landi við að snúa aftur til heimila sinna.

Malí og Líbería: SÞ gegndu mikilvægu hlutverki við að koma á friði og sáttum með áætlunum sem aðstoðaði fólk við að flytja heim á ný: yfir hálf milljón flóttamanna hefur snúið heim.

Mósambík: Nær 400 000 flóttamönnum var aðstoðað við að flytja heim á ný. Stofnunin greiddi jafnframt um 100 milljónir bandaríkjadala til þróunar- og aðlögunarverkefna til að aðstoða fólk við að lifa eðlilegu lífi.

Norður-Írak: Árið 1991 var um 500 000 írönskum Kúrdum sem voru á flótta í eigin landi veitt mannúðaraðstoð eftir Persaflóastríðið.

Víetnam: UNHCR stuðlaði að því að “bátafólkið” frá Víetnam gæti snúið heim á ný.

{mospagebreak title=Saga Tamaz Bibliasar} 

Saga Tamaz Bibliasar

Þegar Georgía öðlaðist sjálfstæði í kjölfar upplausnar Sovétríkjanna, reyndi Abkhazia einnig að slíta sig laust. Það leiddi af sér átök sem yfir tíu þúsund manns létu lífið í. Hundrað þúsundir urðu flóttamenn í eigin landi.

Þúsundir fóru til borgarinnar Zugudidi þ.á.m. Tamaz Biblia sem þangað kom auralaus. En fjórum árum síðar, fyrir tilstillan UNHCR og sjálfboðastofnuninnar International Rescue Committee (IRC) stundar Tamaz nú viðskipti með notuð föt.

Tamaz tók þátt í viðskiptaþróunaráætlun á vegum IRC árið 1997 sem UNHCR styrkti. Þar fékk hann hugmyndina að því að selja notuð föt og fékk til þess 820 bandaríkjadala lán hjá áætluninni.

Verslanir Tamz hafa notið gríðarlegra vinsælda. Hann hefur nú þrjá starfsmenn í vinnu sem líkt og hann sjálfur komu sem flóttamenn frá Abkhazia. Stoltur sagði hann starfsfólki SÞ að innan nokkurra daga opni hann nýja verslun.

“Ég hef fengið nýjan yfirdrátt, vegna þessa láns get ég veitt þremur einstaklingum til viðbótar vinnu” segir hann.

Úr “UN in Action” myndbandi gefið út af Sameinuðu þjóðunum.

 
{mospagebreak title=Málefni sem þarfnast sérstakrar athygli}

Málefni sem þarfnast sérstakrar athygli

Á árinu 1999 átti flóttamenn í Kosovo og Austur-Tímor í gríðarlegum erfiðleikum og í báðum tilfellum brást alþjóðasamfélagið við hörmungunum að lokum. Í öðrum tilfellum hafa viðbrögð almennings verið afar sein og lítil, sérstaklega í Afríku.

Á undanförnum árum hefur ferli flóttamanna tekið miklum stakkaskiptum. Flóttamenn flýja enn ofbeldi og átök – nær ávallt í fátækt – og leita hælis í öruggara landi. Aðrir – í auknu mæli – eru á flótta í eigin landi og leita hælis á öruggara svæði í landinu.

  • Í Angóla hefur nær 20% íbúanna flúið bæði innanlands og út fyrir landamæri landsins.

Það getur verið erfiðara að leysa vanda þeirra sem leggjast á flótta í eigin landi en þeirra sem leita út fyrir landamærin. Erfiðleikarnir eru háðir því að komast að flóttafólkinu sem er á óöruggum og einöngruðum svæðum og að veita þessum borgurum aðstoð í eigin landi – þar sem þeirra eigin yfirvöld eða uppreisnarhópar sem eru við stjórn eru yfirleitt uppspretta vandræðanna. Þúsundir manna sem eru í hættu á stríðssvæðum s.s. í suðurhluta Súdan, Lýðveldinu Kongó, Búrúndi, Angóla og Síerra Leóne – sem flestir eru flóttamenn í eigin landi – njóta engrar mannúðaraðstoðar. Og þar sem aðstoðar nýtur við er það oft við afar hættulegar aðstæður. Því er það áhyggjuefni að alþjóðasamfélagið bjóði upp á óviðunandi úrlausnir sem auka hættuna á að hleypa af stað nýjum hörmungum í Afríku – líkt og fólksflóttanum frá Rúanda eða fjöldamorðunum og limlestingum almennra borgara í Síerra Leóne.

{mospagebreak title=Horftst í augu við mannlegar þjáningar} 

Horftst í augu við mannlegar þjáningar

Aðalframkvæmdastjóri SÞ Kofi Annan heimsótti flóttamannabúðir í Albaníu og fyrrum lýðveldinu Júgóslavíu 19.-20. maí 1999 þar sem hann varði; eins og hann sagði sjálfur “tveim átakanlegum dögum” með fórnarlömbum í Kosovo sem í lok maímánaðar voru orðnir 800 000. Á heimleiðinni til New York skrifaði Kofi Annan eftirfarandi um heimsókn sína:

“Við landamæri Blace við Kosovo hélt ég í höndina á 100 ára gamalli konu sem með tár í augum spurði mig: “Hvernig getur þetta komið fyrir mig – á þessum tímapunkti í lífi mínu?” Ég talaði við unga móðir sem einungis þrem vikum áður ól barn er hún faldi sig upp í fjöllunum.

Kona sem hélt á þriggja ára gömlum dreng sagði mér að hennar síðasta minning af eiginmanni sínum var er hann var handtekinn og fluttur á brott. Hún hefur ekki heyrt frá honum síðan. Í Stenkovacbúðunum í Makedóníu hlustaði ég á gamlan mann, en í þorpi hans höfðu bardagar staðið yfir í tvo mánuði, hann flúði hvert þangað sem möguleiki var á -og fann fyrst núna. Í Kukesbúðunum í Albaníu heimsótti ég unga konu á svæðissjúkrahúsinu sem var skotin í fótleggin er hún flúði heimili sitt með nýfætt barn sitt.

Á landamærum Albaníu og Kosovo heimsótti ég litla fjölskyldu í tjaldi sem með sérstakri virðingu og kjarki, buðu mig velkominn og báðu þau einungis um að þeim yrði leyft að snúa til heimalands síns á ný. Ég gat einungis sagt þeim að það væri einnig það sem við vildum. Í raun það sem heimurinn krefst. Er ég var að yfirgefa búðirnar var ég djúpt hrærður af örlæti og styrk fólksins frá Kosovo. Til mín kom starfsmaður búðanna og rétti mér litla UNICEF nælu og útskýrði fyrir mér að það væri gjöf frá 9 ára gamalli stúlku sem bað um að nælan yrði gefin vini þeirra frá Sameinuðu þjóðunum”.

{mospagebreak title=Upplýsingar á internetinu} 

Upplýsingar á internetinu:

www.unhcr.org
www.unicef.org

Útgáfa:

A Humanitarian Agenda (1997), UNHCR

In Search of Solutions(1995), UNHCR

The Challenge of Protection (1999), UNHCR

Working Paper No. 16: A state of insecurity: the political economy of violence in refugee-populated areas of Kenya, Jeff Crisp, Evaluation and Policy Analysis Unit, UNHCR, CP2500, CH-211 Geneva 2, Switzerland (December 1999)

Working Paper No. 15: Returning refugees or migrating villagers? Voluntary repatriation programmes in Africa reconsidered, Oliver Bakewell, 27 Tynemouth Road, Tottenham, London N15 4AT, United Kingdom (December 1999)