Flóttamenn og farandfólk í tölum og myndum

0
514
Together Logo format 05 resized

Together Logo format 05 resized

September 2016. Farandfólk leggur umtalsvert af mörkum til að auka hagvöxt jafnt í gistiríkjum sem heimalöndum sínum.

Þetta kemur fram í talnaefni sem Sameinuðu þjóðirnar hafa tekið saman á myndrænan hátt í aðdraganda Leiðtogafundarins um málefni flóttamanna og farandfólks sem haldinn er 19.september 2016.

Ef fyrst er litið á efnahagslegu hliðina stendur eftirfarandi upp úr (sjá hér að neðan): stór hluti farandfólks sendir greiðslur til fjölskyldna sinna í upprunalandinu og þetta fé er uppspretta tekna fyrir margar fjölskyldur í þróunarríkjunum.

remittances updated 30 09 FINAL VERSION ICELANDIC resized

Gistiríkin njóta þess efnahagslega að farandfólkið borgar skatta og iðgjöld. Þegar þetta er borið saman við opinbera þróunaraðstoð kemur í ljós að heildaruupphæð greiðslanna heim er þrisvar sinnum hærri en öll samanlögð þróunaraðstoð í heiminum á ársgrundvelli. Þessar greiðslur virðast einnig vera óháðari sviptingum á fjármálamarkaði en almennar fjárfestingar.

ICELANDIC 3 Infographic GlobalNumbers
Fjöldi flóttamanna og farandfólks hefur aukist umtalsvert undanfarin 15 ár. Frá árinu 2000 hefur fjöldi flóttamanna fjölgað um 5.4 milljónir, en farandfólki hefur fjölgað um 71 milljón. Þetta er annars vegar 34% og hins vegar 41% fjölgun.

ICELANDIC 2 Top 10 Refugee Hosting Countries Infographic

Við árslok 2015 voru flóttamenn í 170 ríki eða landsvæðum í heiminum. Af þeim tíu ríkjum, sem hýstu flesta flóttamenn, voru fimm í Afríku sunnan Sahara og fjögur þeirra voru í hópi minnst þróuðu ríkja heims. Önnur ríki sem hýstu mikinn fjölda flóttamanna eru í Mið-Austurlöndum, Suður-Asíu, auk vegamóta Asíu og Afríku. Tyrkland er í fyrsta sæti og hýsir 2.5 milljónir flóttamanna.

ICELANDIC 1 Deaths of Migrants infographic

Upplýsingar sem Sameinuðu þjóðirnar hafa tekið saman, sýna að sú ákvörðun að sækjast eftir betra lífi á framandi slóðum er langt í frá að vera örugg. Frá árinu 2000 hafa 50 þúsund manns látist á helstu leiðum slíkra fólksflutninga. Fjöldin látinna hefur vaxið hröðum skrefum á undanförnum árum. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs, einum saman, hafa hátt í 2 þúsund manns látist á ýmsum stöðum í heiminum. Þessa stundina er farandfólki mest hætta búin á Miðjarðarhafinu og því er Evrópa hættulegasti áfangastaðurinn.

Sjá einnig hér.