AbuZayd: Smáríki geta lagt mikið af mörkum

0
473
Refugees Lesbos

Refugees Lesbos

September 2016. Karen AbuZayd, sérstakur ráðgjafi aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um leiðtogafundinn um málefni flóttamanna og farandfólks, segir mikilvægt að ákvarðanir hans „verði ekki aðeins falleg orð á pappír,“ heldur bæti líf fólksins í framtíðinni.

Summit GraphicFrá því henni var falið það verkefni að undirbúa leiðtogafundinn, hefur AbuZayd unnið með stofnunum Sameinuðu þjóðanna og átt viðræður við aðildarríkin. Hún var nýlega í Brussel til að ræða við forkólfa Evrópusambandsins og ræddi þá við Norræna fréttabréf UNRIC.

„Við höfum farið víða og líka átt viðræður í New York til að skerpa sýn á þær skuldbindingar sem aðildarríkin 193 hafa þegar tekist á hendur með samkomulaginu um lokayfirlýsingu fundarins sem náðist 2.ágúst. Við viljum tryggja að ríkin muni ekki aðeins leggja blessun sína yfir yfirlýsinguna á fundinum 19.september, heldur byrji að undirbúa það hvernig staðið verði við ákvæði hennar.….Von okkar er sú að þetta verði ekki aðeins falleg orð á blaði sem endi inni í skjalaskáp, heldur muni leiða til breytinga á högum flóttamanna og farandfólks í kjölfar fundarins í september.“ AbuZaydBan

-Af hverju er þörf fyrir slíkan leiðtogafund?

„ Við urðum að grípa til einhvers konar aðgerða eftir atburði síðasta árs þegar milljónir manna leituðu á náðir Evrópuríkja. Þeim ríkjum sem hafa glímt við flóttamannavanda í áratugi og tekið við hundruð þúsunda flóttamanna, var spurn: „Eruð þið að gera þetta vegna þess að þið standið andspænis vandanum nú og fólkið kemur frá Sýrlandi, og svo framvegis?“

Okkar svar er : „Nei, auðvitað ekki, þótt vissulega sé það útgangspunkturinn. Okkur ber hins vegar að líta á málið frá alheimssjónarhorni og fjalla um flóttamenn alls staðar; langvarandi vanda líka og sjá hve langt við komumst ef allir leggjast á árarnir, ekki aðeins stór eða auðug ríki, heldur einnig smærri ríki sem geta aðeins boðið námsstyrki eða störf handa einum eða tveimur flóttamönnum.“
Við höfum tala við hóp lítilla eyríkja til að ræða þá hættu sem þeim stafar af loftslagsbreytingum, en einnig hvað þau geta gert til að hjálpa flóttamönnum annars staðar.“

AbuZayd UNRWAKaren AbuZayd hefur mikla reynslu af því að starfa að málefnum flóttamanna. Hún starfaði í nítján ár hjá Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna og var forstjóri Palestínu-flóttamannahjálparinnar (UNRWA) frá 2005 tiil 2010. Þar að auki er hún í Óháðu rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna um Sýrland.

–Sum almannasamtök og jafnvel Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna hafa lýst vonbrigðum með þann fjölda flóttamanna sem flytja ber til nýrra ríkja samkvæmt lokayfirlýsingunni.

„Flóttamannahjálpin fór fram á að 10% allra flóttamanna yrðu fluttir á milli ríkja. Ég vann um árabil hjá UNHCR og mér fannst þetta afar há tala. Við skulum gera okkur grein fyrir hversu flókið það verkefni er, enda þýðir 10% 2 milljónir manna ef við gerum ráð fyrir að það séu 20 milljónir flóttamanna í heiminum. Ég held að við getum verið stolt af niðurstöðu yfirlýsingarinnar því hún felur í sér að 5% verði flutt á milli landa eða ein milljón manna og það er býsna mikill fjöldi.“

Allir geta lagt sitt af mörkum, líka smáríki

-En hver tekur við þeim, er það ekki stóra spurningin?

„Jú vissulega hlýtur maður að velta því fyrir sér því meira að segja hefur aðeins tekist að finna griðastað fyrir mjög fáa Sýrlendinga; og oft og tíðum hafa fyrirheit um mótttöku þeirra ekki orðið að raunveruleika. En eins og ég nefndi hafa 193 aðildarríki samþykkt þetta þannig að við gerum ráð fyrir því að þau munu lýsa sig reiðubúin til að taka við þessum áætlaða fjölda.

Við höfum lagt áherslu á að þetta er átak sem nær til alls heimsins og að við þurfum öll að leggjast á árarnar. Við höfum sagt að jafnvel ríkustu og stærstu ríkin geta ekki gert þetta ein. Við verðum að vinna saman. Þannig að smáríki, miðlungsstór ríki..allir verða að leggja sitt af mörkum.

Tökum Kanada sem dæmi. Kanadabúar sögðust munu taka við 25 þúsund manns á fjórum mánuðum og stóðu við það. Og þeir tóku ekki aðeins á móti öllum þessum fjölda heldur buðu fólkinu upp á stuðningskerfi. Fleiri fjölskyldur buðust til að gerast stuðningsaðilar flóttamanna, en þörf var fyrir. Þannig að það eru góðar fyrirmyndir til í heiminum, sem önnur ríki geta litið til og reynt að færa sér reynslu þeirra í nyt.”

-Hver eru skilaboð þín til oddvita Norðurlanda sem sækja fundinn? Abuzaydolympic

„Skilaboð mín til allra eru þau sömu.“

–En hvað vonast þú til að heyra frá þeim?

„Ég vonast til að heyra jákvæðan málflutning frá Norðurlöndunum, því við höfum alltaf getað treyst á að þau séu í fremstu víglínu í mannréttindamálum og fleira.“

—Þú hefur einmitt minnst á ánægju með mannréttindaákvæði yfirlýsingarinnar, hvað ber þar hæst?

„Við erum mjög stolt af því að ríkin samþykktu þessi ákvæði. Í yfirlýsingunni segir ekki aðeins að virða beri mannréttinndi allra flóttamanna og alls farandfólks, heldur er tekið fram að það sé án tillits til stöðu þeirra, sem þýðir að jafnvel fólk sem ekki hefur uppfylt ákvæðna allra reglna nýtur mannréttinda.“