Frumbyggjar norðursins á leiðtogafundi

Tugir leiðtoga frumbyggja Norðurslóða koma saman í dag á leiðtogafundi norðurskautsins í Rovaniemi í Finnlandi. Þetta er í fyrsta skipti sem Finnar halda frumbyggjafund. Slíkir leiðtogafundir hafa verið haldnir í Danmörku, Noregi, Rússlandi og Kanada.

Þau samtök sem eiga fasta aðild að Norðurskautsráðinu eru fundarboðendur. Á meðal þeirra eru Sama-þingin á Norðurlöndum, opinberar stofnanir frumbyggja í Norður-Ameríku og Rússlandi og grænlensk yfirvöld, auk æskulýðssamtaka.

Leiðtogafundur Norðurskautsins hefur að markmiði að frumbyggjar ákveði sjálfir forgangsröð sinna málefna. Stefnt er að því að byggja brýr á milli ólíkra hópa. EInnig að skapa sameiginlegan skilning á málefnum sem tengjast umhverfi Norðurskautsins og sjálfbærri þróun.

Samar gestgjafar

Sama-þingið í Finnlandi er gestgjafi 6.leiðtogafundarins 13.-15.nóvember í Rovaniemi. Á meðal umræðuefna verða tungumál frumbyggja og breytingar á umhverfinu.

Órjúfandi innbyrðis tengsl eru á milli þekkingar frumbyggja og tungumála sem þeir tala, sem síðan tengjst því umhverfi sem þau eiga rætur að rekja til. Og umhverfið tekur nú hröðum og djúpstæðum breytingum og tungumálin eru í hættu stödd. Í tungumálunum felst þekking á því hvernig hægt er að takast á við þessar breytingar og þar kunnu því að leynast lausnir.

Leiðtogafundur frumbyggja

Leiðtogafundur frumbyggja norðursins eru einstæður vettvangur fyrir frumbyggja til að ræða um tungumál og hlutverk þeirra í að tengja frumbyggjaþjóðir, næsta nágrenni þeirra og umhverfisbreytingar.

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þess efnis árið 2016 að árið 2019 skyldi vera alþjóðlegt ár frumbyggjamála. Talið er að 40% tungumála heimsins, 6700 að tölu, séu í útrýmingarhættu. Meirihluti þeirra er talaður af frumbyggjum.

Nánar um leiðtogafundinn hér: https://www.arcticpeoples.com/arcticleaderssummit#als

Fréttir

Álit framkvæmdastjóra