Frumbyggjar standa víða höllum fæti

0
585
Indigenouspeoplesday main

Indigenouspeoplesday main

9.ágúst 2016. 370 milljónir jarðarbúa teljast til frumbyggja í 90 ríkjum heims.

Indigenous logo2016Þeir eru aðeins 5% jarðarbúa en mikill meirihluti 7 þúsund tungumála heimsins eru mál töluð af frumbyggjum. Þá státa frumbyggjar af 5 þúsund mismunandi menningum í heiminum í dag.

Frá því 1995 er haldinn Alþjóðlegur dagur frumbyggja heimsins 9.ágúst ár hvert í því skyni að efla og vernda réttindi frumbyggja.
Norðurlönd eiga sína frumbyggja, annars vegar Sama í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, auk Rússlands og hins vegar Inúíta í Grænlandi.

Samar, sem eru um 70 þúsund talsins kalla heimahaga sína Spámi (Samalandi). Langflestir nærri 60 saamiþúsund íbúa Grænlands (yfir 90%) eru Inúitar. Sjá nánar í nýjasta hefti Norræna fréttabréfs UNRIC um Grænland. 

Kjarni Áætlunar 2030 í þágu Sjálfbærrar þróunar er að enginn skuli skilinn eftir á vegferðinni til heims þar sem allir búi við frið og reisn, tækifæri og velmegun.

Á meðal þeirra sem standa höllum fæti eru frumbyggjar heimsins. Þeir standa andspænis margs konar áskorunum svo sem kerfisbunda mismunun og útskúfun. Réttur þeirra til landsins er oft og tíðum virtur að vettugi og þeir hafa ófullnægjandi aðgang að þjónustu. Þetta hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér.

Þema Alþjóðlega dags frumbyggja heimsins snýst um rétt þeirra til menntunar.

Réttur frumbyggja til menntunar nýtur verndar Yifrlýsingar Sameinuðu þjóðanna um réttindi frumbyggja  auk annara alþjóðlegra mannréttindasáttmála.

internationalindigenouspeoplesdayÍ fjórða markmiði Sjálfbæru þróunarmarkmiðanna er hvatt til að tryggja jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að símenntun fyrir alla. Jafnframt skal stefnt að því að tryggja jafnan aðgang að öllum stigum menntunar, þar á meðal verkmenntunar fyrir þá sem standa höllustum fæti, til dæmis fólk með fötlun, frumbyggjar og börn sem eiga um sárt að binda.

Því miður njóta frumbyggjar ekki réttarins til menntunar í öllum tilfellum og færri úr hópi þeirra eru menntaðir en aðrir íbúar heimalanda þeirra. Færri börn frumbyggja ganga í skóla og þeim gengur ekki eins vel og öðrum börnum. Þetta er vítahringur sem dregur frumbyggja niður.

Í ávarpi sínu á þessum alþjóðlega degi segir Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna að ríkisstjórnum hvarvetna beri að auka aðgang frumbyggja að menntun og færa sér reynslu þeirra og menningu í nyt í menntastofnunum.

Myndir: (aðal) Grænlendingar. UN Photo/Mark Garten. 2. Sami. Harvey Barrison, Flickr 2.0 Generic (CC BY-SA 2.0) 3. UN Photo/John Isaac