Fyrrverandi franskur utanríkisráðherra og 3 norrænar stofnanir rannsaka UNRWA

0
23
António Guterres og Catherine Colonna þáverandi utanríkisráðherra Frakklands.
António Guterres og Catherine Colonna þáverandi utanríkisráðherra Frakklands. Mynd: UN Photo/Evan Schneider

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur skipað óháða nefnd til að meta hvort Palestínuflóttamannahjálpin (UNRWA) hafi gert allt sem í hennar valdi til að tryggja hlutleysi og bregðast við alvarlegum ásökunum.

Catherine Colonna fyrrverandi utanríkisáðherra Frakka mun leiða nefndina en með henni munu starfa þrjá norrænar rannsóknarstofnanir. Þær eru Raoul Wallenberg stofnunin í Svíþjóð, Chr. Michelsen stofnunin í Noregi og dansk Mannréttindastofnunin.

Nefndin hefur störf 14.febrúar og á að skila aðalframkvæmdastjóranum bráðabirgðaskýrslu síðla í marsmánuðui. Lokaskýrsla á að vera tilbúin mánuði síðar. Hún verður gerð opinber.

Philippe Lazzarini forstjóri UNRWA á Gasasvæðinu
Philippe Lazzarini forstjóri UNRWA á Gasasvæðinu. Mynd: UNRWA

Samhliða innri úttekt

Þessi yfirferð er gerð að beiðni Philippe Lazzarini forstjóra UNRWA fyrr á þessu ári.

Aðalframkvæmdastjórinn bendir á að ásakanir hafa komið fram á hendur stofnuninni á sama tíma og hún vinnur við afar krefjandi aðstæður við að koma lífsnauðsynlegri aðstoð til tveggja milljóna manna á Gasasvæðinu.

Þessi óháða rannsókn fer fram samhliða úttekt innra eftirlits Sameinuðu þjóðanna (OIOS) á ásökunum um aðilda 12 starfsmanna UNRWA í árásunum 7.október. Góð samvinna við ísraelsk yfirvöld, sem komu fram með þessar ásakanir, eru þýðingarmiklar í rannsókninni.