Hvern dag sæta 12 þúsund stúlkur í heiminum kynfæramisþyrmingum

0
16
Christiana Ojiabo sætti kynfæramisþyrmingu sjálf, en er baráttukona gegn þessu mannréttindabroti á innan Agalagu-samfélagsins í Nígeríu.
Christiana Ojiabo sætti kynfæramisþyrmingu sjálf, en er baráttukona gegn þessu mannréttindabroti á innan Agalagu-samfélagsins í Nígeríu. Mynd: UNFPA

Rúmlega 200 milljón stúlkur og konur, sem eru á lífi í dag í heiminum, hafa sætt umskurði eða misþyrmingum á kynfærum.  Talið er að á þessu ári séu 4.4 milljónir stúlkna í hættu á að verða fyrir barðinu á þessu grófa mannréttindabroti. Það þýðir að á hverjum degi séu 12 þúsund dæmi um slíkt í heiminum. 6. febrúar Alþjóðadagur algjörs umburðarleysis gagnvart kynfæra umskurði kvenna

Kynfæramisþyrming felur í sér hvers kyns breytingum eða meiðslum á kynfærum kvenna í öðrum tilgangi en læknisfræðilegum. Stúlkur sem sæta þessu verða fyrir miklum sársauka, losti, miklum blæðingum, sýkingum og erfiðleikum við þvaglát. Til lengri tíma litið hefur þetta neikvæð áhrif á kynferðis- og frjósemisheilbirgði og geðheilsu.

Kynfæramisþyrmingar tíðkast aðallega í þrjátiu ríkjum í Afríku og Mið-Austurlöndum. Engu að síður er þetta alheimsvandamál því einnig eru dæmi um þessi mannréttindabrot í ríkjum í Asíu  og Suður-Ameríku.

Þá er þetta þrálátt á meðal innflytjenda í Vestur-Evrópu, Norður-Ameríku Ástralíu og Nýja Sjálandi.

Stúlkur á flótta taka þátt í fræðslufundi um kynbundið ofbeldi og kynfæraskurð í Kosti í Súdan.
Stúlkur á flótta taka þátt í fræðslufundi um kynbundið ofbeldi og kynfæraskurð í Kosti í Súdan. Mynd: © UNICEF/Sara Awad

Ástandið batnað á 30 árum

Hins vegar hefu tíðni kynfæramisþyrmingar minnkað undanfarna þrjá áratugi í heiminum.  Líkurnar á að stúlka sæti kynfæramisþyrmingum er þriðjungi minni nú en þá. Hins vegar er óttast að það hægi á árangri í baráttunni gegn þessu fyrbæri hve mannúðarkreppur eru víða, svo sem farsóttir, auk loftslagsbreytinga, vopnaðra átaka og ýmiss annars. Af þeim sökum er ekki víst að það takist að ná því markmimði að útrýma kynfæramisþyrmingum fyrir 2030.

Sjö ár eru eftir af þessum aðgerðaáratug og því þarf sameiginlegt átak og gefa stúkum og konum vald og val til að njóta að fullu réttinda sinna til heilbrigðis, menntunar og öryggis.

„Brýnt er að fjárfest sé til þess að það Heimsmarkið að útrýma kynfæramisþyrmingum náist fyrir 2030,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi á Alþjóðadegi algjörs umburðarleysis  gagnvart kynfæra umskurði kvenna.