Fyrrverandi flóttakona fær Nansen-verðlaunin

0
495

Mama Hawa
18 september 2012.  Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna tilkynnti í dag að Hawa Aden Mohamed fengi Nansen flóttamannaverðlaunin 2012 fyrir mannúðarstarf sitt í þágu flóttamanna frá Sómalíu. Hún hefur unnið þrotalaust starf undanfarin ár við að hjálpa sómölskun stúlkum og konum á flótta við sérstaklega erfiðar aðstæður í landi sem matt hefur þola áratuga ofbeldi, átök og mannréttindabrot.
Hawa Aden Mohamed er sjálf fyrrverandi flóttamaður en snéri heim til stríðshrjáðs heimalands síns og beitti sér fyrir menntun í þágu þeirra sem flosnað hafa upp vegna átaka og síendurtekinna þurrka. 

Flóttamannastofnunum tiltekur starf Aden Mohamed í Galkayo Friðar- og þróunarsetrinu í Puntland í norðaustur Sómalíu sem hún stofnaði og stýrir.
Menntasetrið hefur sinnt 215 þúsund manns og býður upp á framhaldssmenntun auk gagnfræðamenntunar með það fyrir augum að konur og stúlkur geti séð sér farborða upp á eigin spýtur og ráðið eigin framtíð og hlutverki í sómölsku samfélagi.

 “Frú Hawa Aden Mohamed er kjarkmikil kona,” sagði leikkonan Angelina Jolie, sérstakur erindreki Flóttamannahjálparinnar þegar hún óskaði henni til hamingju með verðlaunin í gær.

Nansen-verðlaunin voru fyrst veitt árið 1954 og eru til heiðurs norska landkönnuðnum og vísindamanninum Fridtjof Nansen en hann var fyrsti Flóttamannafulltrúi Þjóðabandalagsins, forvera Sameinuðu þjóðanna. Verðlaunin sem veitt eru árlega, eru heiðursvottur til einstaklinga eða samtaka fyrir framúrskarandi starf í þágu flóttamanna.
Verðlaunin í ár verða afhent fyrsta október í Genf.

Mynd: Hawa Aden Mohamed. UNHCR/F.Juez