Og þá að heimsins bestu fréttum!

0
490

verdens bedste

Vissir þú að sárasta fátækt og mæðradauði í heiminum hefur minnkað um næstum helming frá því árið 1990?  Og að tveir milljarðar manna hafa fengið aðgang að hreinu vatni á sama tíma? Fréttir af þróunarlöndum eru oft og tíðum neikvæðar en nú í september hafa bæði Danir og Íslendingar teflt góðum fréttum fram gegn barlómnum!

Herferðin Heimsins bestu fréttir eða Verdens Bedste Nyheder náði hámarki 14. desember en hún var haldin þriðja árið í röð.

Tíðindamaður Upplýsingaskriftofunnar slóst í lið með dönskum stjórnmálamönnum á “Hovedbanen” – Aðalbrautastöð Kaupmannahafnar eldsnemma að morgni og fylgdist með þegar þeir drefðu blaðinu “Heimsins bestu fréttir”.

Christian Friis Bach, þróunarmálaráðherra sagðist mjög ánægður með þetta framtak og sagði í viðtali að fólk væri í raun ánægt og undrandi að heyra fréttir á borð við að nú gætu níu börn af hverjum tíu í þróunarlöndunum “hagað sér illa í tímum”, eins og hann orðaði það svo skemmtilega, því hlutfall barna sem ganga í skóla hefur stóraukist, ekki síst í Afríku.

Johanne Schmidt Nielsen, einn af leiðtogum vinstriflokksins Enhedslisten, sagði í viðtali við UNRIC að það væri mikilvægt að fólk áttaði sig á þróunarsamvinna skilaði árangri. “Það er mikið verk óunnið, en það verður að gefa fólki von.”

Um þrjú hundruð þúsund eintökum af bestu fréttunum var dreift til vegfarenda á 120 stöðum í Danmörku, ýmist í formi sérstakst blaðs “Heimsins bestu fréttir”eða sem fjórblöðungi með helstu bestu fréttunum sem smeygt var utanum um fríblaðið MetroXpress. Tvö þúsund sjálfboðaliðar tóku þátt í dreifinunni en 120 þúsund manns fengu líka epli til að narta í með öllum góðu fréttunum.

Tugir frjálsra félagasamtaka í Danmörku, Sameinuðu þjóðirnar og danska þróunarstofnunin standa að baki átakinu.
”Við sjáum greinileg áhrif af herferðum okkar síðustu tvö ár,” segir Thomas Ravn-Pedersen, herferðarstjóri bestu fréttanna í Danmörku. “Umtalsvert fleiri Danir vita að margir hafa losnað úr fátæktargildru í þróunarlöndum og margir hafa trú á því að þróunaraðstoð virki. Þess vegna teljum við að þessi jákvæðu áhrif geti orðið viðvarandi og ætlum að flytja enn fleirum Bestu fréttirnar í ár.”

Þróun ber ávöxt

Svipað vikulangt átak hófst í annað sinn á Íslandi 17. september og stóð yfir í tæpa viku. Markmiðið með átakinu, sem ber yfirskriftina „Þróunarsamvinna ber ávöxt“ er að auka skilning og þekkingu almennings á málefnum þróunarlanda og vekja Íslendinga betur til vitundar um samfélagslegar og siðferðilegar skyldur þjóðarinnar í baráttunni gegn fátækt, vannæringu og ójöfnuði í heiminum.
Undirtitill átaksins í ár er „Komum heiminum í lag“ en félagasamtökin hafa fengið landsþekkta tónlistarmenn til að leggja málefninu lið og koma skilaboðum átaksins í „lag

Sjá nánar á www.verdensbedstenyheder.dk og http://www.iceida.is/frettir/nr/1456