Fyrst tökum við Växjö, svo París

0
487
Vaxjo Broar och Sandvik Foto Vaxjo kommun

Vaxjo Broar och Sandvik Foto Vaxjo kommun

2.desember 2015.Växjö er hvorki stærsta né þekktasta borg Svíþjóðar en hún er í fararbroddi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.

Växjö er heimabær tæplega níutíu þúsund manns í Suður-Svíþjóð. Hún er fyrsta borg í heimi sem hefur tekið þá ákvörðun að verða algjörlega laus við jarðefnaeldsneyti og það fyrir 2030. Það er ekki síður athyglisvert að ákvörðun þar að lútandi var tekin fyrir alllöngu eða árið 1996.
Bo Frank, borgarstjóri Växjö segir að það sé einhugur í borgarstjórninni um umhverfismál og í raun væri ekki aðeins einn grænn flokkur í bænum heldur væru allir 8 flokkarnir í borgarstjórninni flokkar græningja.

bofrank resized„Já, ákvörðun var tekin árið 1991 með samkomulagi allra flokka að loftslags- og umhverfismál væru forgangsmál sveitarfélagsins,“ segir Frank, borgarstjóri. „Það sem er einstætt í Växjö er að það hefur verið samstaða allra flokka um loftslagsmál í 25 ár og að oddviti sveitarfélagsins hefur leitt umhverfismálin. Þetta hefur hnykkt á því að þetta sé mikilvægasta mál bæjarins,” segir Frank, borgarstjóri í viðtali við Norræna fréttabréf UNRIC.
Menn hafa ekki setið auðum höndum í bænum. Losun koltvísýrings á mann er með því minnsta í Evrópu.

„Við höfum dregið úr losun frá því við urðum fyrsta sveitarfélag í heiminum árið 1996 til að ákveða að losa okkur alveg við kolefna-eldsneyti og frá þeim tíma hefur losunin minnkað um 50%,“ segir Frank.

Þrátt fyrir þetta hefur hagvöxtur verið mikill og hefur þjóðarframleiðsla á mann aukist um 90% á árunum 1993-2012.
Kaupmannahöfn hefur siglt í kjölfar Växjö og ætlar að ná takmarkinu um að vera kolefneldsneytis-snauð fyrir 2025. Í grein í the Guardian nýverið er hins vegar bent á að Kaupmannahöfn væri komin skemur á veg. Losun kolvtísýrings í dönsku höfuðborginni er 2.8 tonn af CO2 á mann en aðeins 2.4 tonn í Växjö, sem er vissulega miklu minni bær en Kaupmananhöfn.

Lítil losun er vegna hita og rafmagns. Timbur og trjávörur sem annars fara til spillis standa fyrir 90% hitunar og fjórðung rafmagns. Afgangurinn Vaxjo Buss Foto Vaxjo kommunkemur ýmist frá litlum vatnsvirkjunum, vind, lífmassa, sólarorku eða frá sænsku rafmagnsveitunni sem sækir sína orku jafnt til vatsnvirkjana sem kjarnorkuvera.

Þá má geta þess að 40% af öllum mat sem sveitarfélagið býður upp á í leikskólum og sjúkrahúsum er lífrænt ræktaður og grænmetisfæði er að minnsta kosti á boðstólum einu sinni í viku.

Strætisvagnar eru drifnir áfram á gasi sem unnið er úr gasi sem kemur frá matvælum sem farið hafa til spillis. Borgarstjórinn segir mestu áskorunina framundan vera að halda áfram á þessari braut, ekki aðeins í Växjö heldur hvarvetna í heiminum.

„Við þurfum að halda áfram að minnka losun frá samgöngum. Við vinnum núna að því að auka áhersluna á strætisvagna, fjölga reiðhjólabrautum og að hvetja borgir og sveitarfélög til að skipta yfir í bíla sem ganga fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum.“

Bo Frank borgarstjóri mun láta til sín taka á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna þar sem hann mun vinna að framgangi „ Växjö yfirlýsingarinnar”, þar sem hvatt er til þess að sveitarfélög í Svíþjóð og allir Evrópu fari að dæmi litla bæjarins í sænsku Smálöndunum og hafni kolefnaeldsneyti.

Og hvað hefur reynslan kennt borgarstjóranum sem hann getur deilt með öðrum sveitarstjórnarmönnum? „Mitt ráð er að pólitískir leiðtogar hittist sem mest og kynnist persónulega, þrói góð samskipti og félagslega samheldni, setji sér sameiginleg markmið og ákveði síðan hvernig maður ætli að ná þeim.“

Vaxjo Elbilar laddas Foto Vaxjo kommunBo Frank, er félagi í flokknum sem oftast er kallaður hægri-flokkurinn í íslenskum fjölmiðlum, en ef marka má tölvupósta frá honum virðist hann fyrst og fremst fylla flokk aðdáenda Bítlana. Tilvitnanir í alla fjóra meðlimi koma á eftir undirskrift hans á hverjum einasta tölvupósti og hann segist svara hverjum einasta sem honum berst, langoftast innan sólarhrings.

En það er tilvitnun í þá allra fjóra sem er í mestu uppáhaldi hjá honum:

„The love you take is equal to the love you make.”

(Úr Norræna fréttabréfi UNRIC, nóvember 2015)