„Gasa er að breytast í barna-grafreit“, segir Guterrres

0
81
António Guterres aðalframkvæmdastjóri SÞ
António Guterres aðalframkvæmdastjóri SÞ. Mynd Mark Garten/UN Photo

Gasasvæðið. António Guterrres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skýrði frá því í dag að farið yrði fram á fjárframlög að upphæð 1.2 milljarða Bandaríkjadala til stuðnings íbúm Gasa og herteknu svæðunum í kjölfar yfirstandandi átaka.

Heilbrigðisráðuneytið á Gasa, sem er undir stjórn Hamas, sagði í dag að nú hefðu 10 þúsund látist í árásum Ísraels. Guterres sagði á blaðamannafundi í New York að þeirra á meðal væru 89 starfsmenn UNRWA, Palestínu-flóttamannahjálparinnar.

„Gasa er að breytast í barna-grafreit,“ sagði Guterres. „Fréttir berast af því að hundruð stúlkna og drengja séu drepin eða særist á hverjum degi. Fleiri blaðamenn hafi verið drepnir á þessu fjögurra vikna tímabili en í nokkrum öðrum átökum í að minnsta kosti þrjá áratugi. Fleiri hjálparstarfsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa verið drepnir á jafn löngum tíma, en nokkru sinn fyrr í sögu samtakanna.“

Fordæmir gíslatökur

Guterres gagnrýndi harðlega gíslatöku Hamas og lýsti samúð með gíslunum og fjölskyldum þeirra. „Ég ítreka fordæmingu mína á hræðilegum hryðjuverkum Hamas 7.október og endurtek kröfu mína um tafarlausa, skilyrðislausa og örugga lausn gíslanna.“

Beðið eftir að vatn sé skammtað í Khan Younis á Gasa.
Beðið eftir að vatn sé skammtað í Khan Younis á Gasa. Mynd: UNRWA

Hann gagnrýndi hversu lítil aðstoð bærist til nauðstaddra og sagði engan veginn nóg að opna landamærin á Rafah stöðinni á mörkum Egyptalands og Gasa. Á síðustu tveimur vikum hefðu fjögur hundruð vörubílum með neyðaraðstoð verið hleypt inn til Gasa, en venjulega kæmu þangað fimm hundruð bílar á dag. Ekki nóg með að vatn og matvæli væru á þrotum, heldur væri ekki leyft að flytja eldsneyti. Sjúkrahús væru að verða óstarfhæf og nýfædd börn í súrefniskössum og sjúklingar í öndunarvélum væru í lífshættu.

Vopnahlé nú þegar

Hann sagði algjörlega ljóst hvað þyrfti:

„Mannúðarvopnehlé. Núna.

Stríðandi fylkingar virði skuldbindingar sínar samkvæmt alþjóðalögum. Núna.

Öllu gíslum verði sleppt skilyrðislaust. Núna.

Óbreyttir borgarar, sjúkarhús, starfsstöðvar SÞ, skýli og skólar njóti verndar. Núna.

Flutningar á meiri matvælum, meira vatni, meiri lyfjum og auðvitað eldsneyti verði leyfðir, eins mikið og þörf krefur. Núna.“