Grænland undirritar Parísarsamkomulagið

0
10
Nuuk höfuðstaður Grænlands.
Nuuk höfuðstaður Grænlands. Thomas Leth-Olsen Creative Commons Attribution-Share Alike 2.0

 Loftslagsbreytingar. Grænland hefur undirritað Parísarsamkomulagið um viðnám við loftslagsbreytingum. Samkomulagið náðist á COP21, Loftslagsráðstefnunni í París 2015. Síðan þá hafa 195 lönd og Evrópusambandið undirritað það.

Grænlendingar vildu ekki gangast undir samkomulagið á sínum tíma af ótta við að það takmarkaði möguleika þeirra til þróunar.

 Grænlenska þingið, Inatsisartut, gaf hins vegar grænt ljós á dögunum fyrir því að undirrita samninginn, að lokinn ítarlegri rannsókna á áhrifum þess á hagvöxt og frumbyggjasamfélög.

Frumbyggjar. Mannréttindi
Illulissat, Grænlandi.
Creative Commons Attribution-Share Alike 3.0

“Þessi ítarlega úttekt leiddi í ljós að Parísarsamkomulagið hindrar ekki þróun Grænlands, heldur þvert á móti,” sagði Kalistat Lund ráðherra landbúnaðar-, orku- og umhverfisráðherra í fréttatilkynningu.

“Við tökum þátt í samkomulaginu í ljósi þess að við erum frumbyggjaþjóð með rétt til sjálfsákvörðunar. Við berum ábyrgð á loftslagsstefnu og göngum til liðs við Parísarsamkomualgið á þeim forsendum,” segir Kalistat Lund.

Áhrif loftslagsbreytinga á Grænlandi eru margslungnar. Mynd: Silje Bergum Kinsten/norden.org
Áhrif loftslagsbreytinga á Grænlandi eru margslungin. Mynd: Silje Bergum Kinsten/norden.org

Næstu skref

 Grænlandi ber næst að setja sér landsmarkmið I loftslagsmálum. Gera má ráð fyrir að markmið verði sett fyrir hverja atvinnugrein. Hugsanlegt er þó að Grænlendingar undanskilji tiltekna geira á borð við náttúruauðlindir og fiskveiðar. Landsmarkmiðum Grænlands þarf að koma á framfæri við Loftslagsstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNFCCC) og gilda þau í fimm ár frá og með 2030. Næsta Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna  (COP28) fer fram í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum frá 30.nóvember til 12.desember í ár 2023.