Guterres: ekki tímabært að skera niður framlög til WHO 

0
606
COVID 19 Guterres

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að það sé fráleitt að draga úr framlögum til Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar í miðri baráttunni gegn COVID-19.

„Nú er þörf á einhug og að alþjóðasamfélagið sýni samstöðu til að binda enda á útbreiðslu veirunnar og hrikalegar afleiðingar hennar.“

Í yfirlýsingu sinni ítrekaði Guterres fyrri yfirlýsingar. Hann sagði að COVID-19 faraldurinn væri ein alvarlegasta ógn sem steðjað hefur að heiminum á okkar tímum.

WHO í fremstu víglínu

„Alþjóða heilbrigðismálastofnunin með þúsundir starfsmanna er í fremstu víglínu, styður aðildarríkin og samfélög þeirra. Þar vegur þyngst stuðningur við þau sem höllustum standa fæti. WHO veitir þeim ráðgjöf, þjálfun, tækjabúnaði og veitir þjónustu sem bjargar mannslífum í baráttunni við veiruna.“

Ég tel að það beri að styðja Alþjóða heilbrigðismálastofnunina því hún gegnir lykilhlutverki í stríði heimsins gegn COVID-10.”

Guterres bætti við: „Um leið og við höfum náð yfirhöndinni í baráttunni við faraldurinn, verður tímabært að líta um öxl. Þá munum við reyna að öðlast skilning á því hvernig sjúkdómurinn varð til og breiddist út á skelfilegan hátt með svo miklum hraða um allan heim og hvernig allir hlutaðeigandi brugðust við. Þeir lærdómar sem við getum dregið af þvi munu skipta sköpum um hvernig við bregðumst á skilvirkan hátt við slikum áskorunum í framtíðinni.

En núna er þetta ekki tímabært.”