Guterres í Brussel: „Verðum að aðhafast á Gasa áður en það er of seint“

0
7
Guterres á blaðamannafundi í Brussel. Mynd:Dati Bendo/ESB
Guterres á blaðamannafundi í Brussel. Mynd:Dati Bendo/ESB

Gasasvæðið. Úkraína. António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kom í dag til Brussel, en þar mun hann sitja fund leiðtoga Evrópusambandsríkjanna á morgunÍ dag hitti hann Ursula von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Guterres sagði á fundi með fréttamönnum að fundir hans ættu sér stað á „sérstaklega myrkum tíma“ og nú væri „hlutverk Evrópu í heimsmálum mikilvægara en nokkru sinni.“

„Í dag rambar helmingur íbúa Gasa – rúmlega ein milljón – á barmi hrikalegs hungurs,” sagði Guterres. „Þetta er fordæmalaust og ástandið fer versnandi dag frá degi. Við verðum að grípa inn í á Gasasvæðinu áður en það er of seint.“

Hann minnti á að „ekkert réttlætti andstyggilegar hryðjuverkaárásir” 7.október en ekkert réttlætti heldur „sameiginlega refsingu Palestínumanna.”

Guterres sagði að ESB væri staðfastur bandamaður Sameinuðu þjóðanna. Mynd:Dati Bendo/ESB
Guterres sagði að ESB væri staðfastur bandamaður Sameinuðu þjóðanna. Mynd:Dati Bendo/ESB

Úkraína: lausn í samræmi við alþjóðalög

Guterres sagði að Evrópusambandið væri „staðfastur bandamaður“ í málefnum Gasa og innrásar Rússa í Úkraínu sem „hvetur til lausna í samræmi við stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og alþjóðalög.“

Hann hvatti til réttlátum friði sem byggði á „virðingu fyrir fullveldi, sjálfstæði, einingu og  yfirráðum Úkraínu yfir land sínum innan alþjóðlegra viðurkenndra landamæra.”

Á meðan á dvöl hans stendur í Brussel mun Guterres hitta að Roberta Metsola forseta Evrópuþingsins og belgíska ráðherra.