Guterres: loftslagsaðgerðir á COP26 ófullnægjandi

0
560
Mynd: Miranda Alexander-Webber/UNRIC

Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að tilkynningar um loftslagsaðgerðir á COP26 ráðstefnunni séu jákvæðar en „alls ekki fullnægjandi.”

„Losunin er enn of mikil og er stórhættuleg. Brúa þarf bil í fjármögnun og aðlögun enda er það mikið réttlætismál fyrir þróunarríki. Þá þarf enn meiri metnað í landsmarkmið

Mynd: Miranda Alexander-Webber/UNRIC

einstakra ríkja,” sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri í ávarpi á sérstökum loftslagsaðgerðafundi innan vébanda COP26, Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow.

Guterres fagnaði virkni borgaralegs samfélags, þrýstingsins sem kæmi frá ungu fólki, og kraftmiklu starfi hópa frumbyggja og kvenna.

Þá hrósaði hann loftslagsaðgerðum borga um allan heim og vaxandi meðvitund einkageirans um loftslagsmál.

Landsmarkmið ófullnægjandi

COP26„Ríkisstjórnum ber að taka við keflinu og sýna nauðsynlegan metnað í mildun, aðlögun og fjármögnun í réttum hlutföllum,” sagði Guterres. “En landsmarkmið ríkja eins og þau eru nú -jafnvel þó þeim sé hrint í framkvæmd- fela enn í sér að losun gróðurhúsalofttegunda aukist fram til ársins 2030.”

Aðalframkvæmdastjórinn fagnaði samkomulagi Bandaríkjanna og Kína sem skýrt var frá í gær og sagði það „mikilvægt skref í rétta átt.”

„Hverju ríki, hverri borg, hverju fyrirtæki og fjármálastofnun ber að draga á róttækan, sannfærandi og sannreynanlegan hátt úr losun sinni þegar í stað.“

Helstu framfaraspor á COP26

Að mati aðalframkvæmdastjórans hafa nú þegar verið stigin þýðingarmikil skref á COP26.

Þar á meðal:

  • Skuldbinding fjölmargra ríkja um að vinna í sameiningu að því að stöðva skógareyðingu og endurheimta skóglendi frá og með 2030.
  • Skuldbinding meir en eitt þúsund borga um allan heim að ná nettó-núll losunar-takmarki fyrir 2050.
  • Framgangur nettó-núll eignastýringarbandalagsins, sem stýrir eignum að andvirði 10 trilljónir Bandaríkjadala. Vonir eru bundnar við margfeldisáhrif bandalagsins í hagkerfinu.
  • Ákvörðun G20 ríkjahópsins að binda enda á fjárfestingar í kolaiðnaði erlendis.
  • 44 ríki og 32 fyrirtæki og héruð hafa heitið því á COP26 að stuðla að umskiptum frá kolum til hreinnar orku.

Reikningsskil

„Skriðþungi alþjóðlegra skuldbindinga, jafnt af hálfu ríkisstjórna sem annara, í átt til nettó-núll losunar er mikill,“ sagði Guterres. „Okkur ber að gjalda hver öðrum reikningsskil, hvort heldur sem er ríkisstjórnum, borgaralegu samfélagi eða öðrum. Einungis í sameiningu munum við geta haldið hlýnun jarðar innan 1.5 gráðu í veröld sem einkennist af jöfnuði og þolgæði.“