Guterres: pólitískan vilja skorti

0
627
COP26
António Guterres ávarpar COP26

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði við lok COP26 í Glasgow að „pólitískan vilja hafi skort“ til að ryðja úr vegi djúpstæðum ágreiningi.

Í yfirlýsingu þegar lokayfirlýsing Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna lá fyrir sagði Guterres a COP26 hafi verið einstaklega erfið áskorun.

„Samkomulagið felur í sér málamiðlun. Það endurspeglar hagsmuni, þversagnir, ástand og pólitískan vilja í heiminum í dag,“ sagði Guterres. „Stigin voru mikilvæg skref en því miður skorti pólitískan vilja til þess að sigrast á djúpstæðum þversögnum.“

„Plánetan okkar er viðkvæm og hangir á bláþræði. Við römbum enn á barmi loftslagshamfara. Það er kominn tími til að búa sig undir neyðarástand, því ef ekki hverfa möguleikar okkar á að ná takmarkinu um nettó núll losun.“

Árangur hefur náðst á ýmsum sviðum eins og að binda enda á eyðingu skóga og draga úr losun metans.

„Þetta er lofsverð viðleitni en er ekki nóg,“ sagði Guterres. .

Við ráðstefnulok sendi aðalframkvæmdarstjórinn hvatningu til ungs fólks, frumbyggja, kvenna og allra þeirra sem hafa verið í forystu loftslags-hersins.

„Ég veit að mörg ykkar eru vonsvikin. Árangur eða tap eru ekki bundin lögmálum heldur er þetta í okkar höndum,“ sagði Guterres. „Leiðin til framfara er ekki bein, stundum er vikið af leið.“