Hættum að bíða og hefjumst sjálf handa!

0
447
Demain MAIN PIC

Demain MAIN PIC

19.apríl 2016. Hvernig væri ef einhver tæki sig nú til og sýndi okkur allt það sem verið væri að gera heiminum til gagns í stað þess að klifa á heimsósóma á borð við fátækt, hungur, ofneyslu og ójöfnuð?

Þetta er hugmyndin að baki heimildamyndinni Demain, „ Á morgun“– sem hefur slegið í gegn víða um heim, aðallega í frönskumælandi löndum. Meir en ein milljón manna hefur séð myndina og 140 þúsund manns fylgjast með Facebooksíðu hennar.
Myndin var frumsýnd á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP21 í París, og var sýnd á sérstakri sýningu í höfuðstöðvum samtakanna í New York í lok mars.
Leikstjórarnir Melanie Laurent og Cyril Dion fengu frönsku kvikmyndaverðlaunin César fyrir bestu heimildarmyndina.

Handbók um sjálfbærni
Demain poster small in EnglishSegja má að sú leið sé farin í myndinni að í stað þess að sýna „hvað við getum gert”, sýna þær „það sem vel er gert.”

Farið er um allan heim í leit að dæmum um það sem vel er gert og þar á meðal komið við á Íslandi.

Boðið er upp á ýmsar sjálfbærar lausnir og valkosti og hefur verið haft á orði að bókin sé eins og handbók eða leiðarvísir um Sjálfbæra þróun.
Og í stað þess að bíða eftir því að ríkisstjórnir hefjist handa við að hrinda Sjálfbærum þróunarmarkmiðum í framkvæmd, er leitað í smiðju grasrótarinnar.

„Það er kominn tími til að við hættum að bíða eftir þvið að leiðtogar komi með lausnirnar færandi hendi,” sagði leikstjórinn Cyril Dion í viðtali við franska blaðið Le Monde.

„Ef eitthvað á að breytast verður fólkið sjálft að fylkja liði og skapa þrýsting á kjörna fulltrúa og við þurfum líka nýja fulltrúa sem þoka hugmyndum morgundagsins fram á við.”

Fram kemur í máli margra að vandamál heimsins séu svo stór og svo mörg að fólk verði brjálað af því að brjóta heilann um þau og fyllist vanmáttarkennd. Af þessum sökum sé líklegra til árangurs að hluta vandamálin niður og leita að staðbundnum lausnum á hverju fyrir sig.

Þetta má gera á ýmsan hátt en á vefsíðu kvikmyndarinnar hafa verið tekin saman fimm góð ráð, sem ríma Sustainable Development Goals LOGO Icelandic 1býsna vel við ráð Sameinuðu þjóðanna um hvernig letingjar geti bjargað heiminum!
Sem dæmi má nefna að borða minna kjöt og velja helst mat úr heimahéraði, borða lífrænt ræktað, nota endurnýjanlega orku, versla hjá kaupmanninum á horninu og sjálfstæðum verslunum, að ekki sé minnst á að gera við í stað þess að henda, endurnýta og minnka neyslu.

Norrænn innblástur

Fimm efni eru brotin til mergjar í myndinni: landbúnaður, orka, efnahagur, lýðræði og menntun og er rætt við sérfræðinga og heimamenn, auk kjörinna fulltrúa og hugsjónaríkra athafnamanna sem hafa með góðum árangri hrint í framkvæmd raunhæfum lausnum í baráttunni gegn loftslagsbreytingum

Norðurlöndin koma raunar talsvert við sögu. Ísland er tekið sem dæmi – með réttu eða röngu – um land þar sem lýðræðið hafi gengið í endurnýjun lífdaga. Kaupmannahöfn er sögð fyrirmynd um borg sem er sjálfri sér nóg um orku. Finnland er svo talið til fyrirmyndar þegar skólar og menntun er annars vegar.

Demain not waste but resources smallFyrst er farið með áhorfendur til lifrænna býla sem spruttu upp í Detroit eftir að hagkerfi borgarinnar hrundi í fjármálakreppunni.

Við fræðumst um að San Fransisco-borg endurnýti 80% af sorpi og vinni rotmassa úr öllu lífrænu sorpi.

„Almenningur er til í að gera eitthvað. Við höfum heyrt talað í áratugi sem alla þess óáran, en aðgerða er þörf!”, segir Dion leikstjóri.

„Kreppunum fjölgar sífellt. Við heyrum síbylju um atvinnuleysi, öfgastefnur, lýðskrum og hryðjuverk og það er mikil þörf á vonarglætu um framtíðina, að geta sagt sér sjálfum að allt sé ekki unnið fyrir gýg, að enn sé von.”

(Þessi grein birtist fyrst í Norræna fréttabréfi UNRIC í apríl 2016).