HIV/Alnæmi: Árangur áratugar náðist á 2 árum

0
457

unaidsribbon

1. desember 2012. Sameinuðu þjóðirnar minnast Alþjóða alnæmisdagsins með því að hvetja til þess ekki verði látið staðar numið þótt árangur hafi náðst í baráttunni við alnæmi.

Stefnt skuli að því ný HIV smit, andlát af völdum Alnæmis og mismunun sjúkra heyri sögunni til árið 2015.

 “Á Alþjóða Alnæmisdeaginn skulum við skuldbinda okkur til að færa okkur í nyt þann árangur sem hefur náðst og ganga enn lengra og kasta HIV/Alnæmi á rúslahaug sögunnar,” sagði Ban Ki-moon í ávarpi sínu í tilefni dagsins sem er haldinn ár hvert 1. desember.
 Hann benti á mikilsverðan árangur sem náðst hefur og er tíundaður í Alheims Alnæmisskýrslunni fyrir 2012  sem er nýkomin út. Samkvæmt henni hefur fjöldi þeirra sem hafa aðgan að meðferð sem getur bjargað mannslífum aukist um 60% á tveimur árum og nýsmitum fækkað um helming í 25 ríkjum, þar af 13 í Afríku sunnan Sahara.
Að auki hafa Alnæmis-tengdum dauðsföllum fækkað um fjórðung frá því 2004 að því er fram kemur í skýrslunni sem UNAIDS gaf út.
“Í stað ótta er komin von. Mun færri deyja nú úr Alnæmi,” segir Michel Sidibé, forstjóri UNAIDS. “Nýsmitum hefur fækkað um helming í 25 löndum. Ég vil sjá slíka fækkun í hverju einasta ríki.”

“Hraði framfara eykst. Við höfum aldrei séð slíkt áður; það sem áður tók áratug, gerist nú á tveimur árum. Sú vitneskja hve miklum og skjótum árangri HIV áætlanirnar skila; tvíeflir okkur í að gera enn meira,” sagði Sidibé í ávarpi sínu í tilefni Alnæmisdagsins.