“Hún er að vinna fyrir okkur öll – framtíð okkar er að veði.”

0
470

 

 

Nú þegar minna en mánuður er þangað til frestur til að skila inn myndum í REClimate, keppnina berast framlög frá sífellt fleiri skólum á Norðurlöndum.

 

Einn af virkustu skólunum á Íslandi er Borgarholtsskóli í Reykjavík.

 

Það skyldi kannski engan undra því í Borgarholtsskóla er bæði lögð áhersla á umhverfisvernd og listir. Skólinn fékk fyrr á þessu ári var skólinn sæmdur evrópska umhverfismerkinu “Græna fánanum” sem er tákn um góða fræðslu og umhverfisstefnu í skólum.

 

“Frá upphafi hefur verið mikil áhersla á umhverfismál í Borgarholtsskóla,” segir Kristinn Arnar Guðjónsson, kennari og umhverfisfulltrúi skólans. “ Sérstök umhverfisnefnd  nemenda heldur utan um framkvæmd grænfánaverkefnisins ásamt umhverfisfulltrúa og hefur verið mikil virkni meðal þátttakenda í þeirri nefnd. Þeir hafa m.a. gert fjölda stuttmynda um umhverfismál sem sýndar hafa verið á sal skólans,”

 

 

Lista og fjölmiðlasvið hefur verið starfrækt við Borgarholtsskóla síðan 1999 og þar er meðal annars kennd kvikmyndun. Nemendur hafa verið virkir í REClimate, ákaft hvattir áfram af kennurum sínum Guðrúnu Ragnarsdóttur og Hákoni Má Oddssyni.

 

Bjarnfríður Magnúsdóttir að vinna við stuttmynd sína sem hún klippir  á Final Cut Pro í myndstjórn Borgarholtsskóla. “Loftlagsbreytingar í náttúrunni koma okkur öllum við, þá sérstaklega andrúmsloftið sem við öndum að okkur, vatnið sem við drekkum og hitinn sem getur drepið okkur.” segir Bjarnfríður.

 

Þóra Ívarsdóttir er sammála: “Loftslagið er að breytast af mannavöldum. Það er tími til

kominn að við tökum ábyrgð á gjörðum okkar. Ef ekki núna hvenær þá?”

 

 

Sara Rut Friðjónsdóttir nýtir sér teiknimyndaforrit í vinnslu myndbandsins sem hún ætlar að skila inn í REClimate- myndbandasamkeppnina. Sólin er henni hugleikin – “hún er bæði blíð og ógnandi og því mikilvægt að leyfa náttúruvörnum jarðar að taka á móti hlýjunni”,

 

Samnemendur hennar hvetja hana til dáða. “Hún er að vinna fyrir okkur

öll – framtíð okkar er jú að veði,” segja bekkjarsystkinin áhyggjufull.

(Kristján Ari Arason, Borgarholtsskóla)