Hvað eiga Chaplin, Robert Plant og Rita Hayworth sameiginlegt?

0
17
Rómafáninn. Jesús Navas Дмитрий Садовников Creative Commons Attribution-Share Alike 3.0. Django Reinhardt: William P. Gottlieb / Adam Cuerden Public domain. Charlie Chaplin: Essanay Studios Public domain Khamoro - World Roma Festival. Jialiang Gao/Creative Commons Attribution-Share Alike 3.0 Rita Hayworth: Whitey Schafer/Public domain/Wikimedia Commons
Rómafáninn. Jesús Navas Дмитрий Садовников Creative Commons Attribution-Share Alike 3.0. Django Reinhardt: William P. Gottlieb / Adam Cuerden Public domain. Charlie Chaplin: Essanay Studios Public domain Khamoro - World Roma Festival. Jialiang Gao/Creative Commons Attribution-Share Alike 3.0 Rita Hayworth: Whitey Schafer/Public domain/Wikimedia Commons

Jú þau eiga það sama sameiginlegt og Django Reinhard, Joe Zawinul, Michael Caine, og Tracey Ullman: Þau eiga rætur að rekja til Rómafólks.  8.apríl er alþjóðlegur dagur Rómafólks.

Rómafólk gekk löngum undir nafninu ”Sígaunar” sem þykir niðrandi en einnig verið nefnt Rómaní á íslensku. Rómafólk er flökkufólk sem tók sig upp frá Indlandi og eru fyrstu dæmi um veru þess í Evrópu frá 9.öld.

Joe Zawinul:Alex Ex/CC BY 2.5 Tracey Ullmann: Alan Light Creative Commons Attribution 2.0 Yul Brynner: Trailer screenshot, from DVD The Ten Commandments, 2006 Public domain Robert Plant: Phil King Creative Commons Attribution 2.0 Rómakrakkar í Saint-Étienne, Frkklandi. Touam (Hervé Agnoux) Creative Commons Attribution-Share Alike 4.0 Róma-hljómsveit. Adományozó/ Creative Commons Attribution-Share Alike 3.0
Joe Zawinul: Alex Ex/CC BY 2.5 Tracey Ullmann: Alan Light Creative Commons Attribution 2.0 Yul Brynner: Trailer screenshot, from DVD The Ten Commandments, 2006 Public domain Robert Plant: Phil King Creative Commons Attribution 2.0 Rómakrakkar í Saint-Étienne, Frkklandi. Touam (Hervé Agnoux) Creative Commons Attribution-Share Alike 4.0 Róma-hljómsveit. Adományozó/ Creative Commons Attribution-Share Alike 3.0

Rómafólk hefur sætt ofsóknum frá aldaöðli og nægir að nefna að nasistar reyndu að útrýma því á dögum Helfararinnar. Þess er raunar minnst í ár að 80 ár eru liðin frá því 3 þúsund Róma voru drepin i Auschwitz 2.-3. ágúst 1944.

1.2% ESB-búa

Talið er að 10 til 12 milljónir Róma búi í Evrópu. Um 1.2% íbúa Evrópusambandsríkjanna eru þannig af Rómakyni. Róma-fólk hefur verið á Norðurlöndum í fimm hundruð ár. Róma-fólk í Svíþjóð er á bilinu 25 til 65 þúsund en um tíu þúsund Róma eru í Noregi og aðeins fleiri í Finnlandi. Róma-fólkið dreifðist um Norðurlönd frá Noregi og hafði verið rekið þangað frá Bretlandseyjum.

Rómafólk í Lviv í Úkraínu.
Rómafólk í Lviv í Úkraínu. Mynd: Водник/ Creative Commons Attribution-Share Alike 2.5

Rómafólk nýtur stöðu minnihlutahóps í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Rómafólk þar sem og annars staðar í Evrópu talar ýmsar mállýskur og hafa fengið orð að láni á hverjum stað.

Boban, Denny Laine og Yul Brynner

Margt þekkt fólk í skemmtanaheiminum og íþróttum er af Róma-fólki komið, ekki síst í tónlistarheiminum. Þar má fyrsta fræga telja gítarleikaranna Django Reinhardt, Robert Plant söngvara Led Zeppelin Denny Laine í Wings og Joe Zawinul forsprakka djassrokksveitarinnar Weather Report.

Michael Caine í myndinni Zulu.
Michael Caine í myndinni Zulu. Mynd: Wikimedia Commons/Public domain

Nefna má leikarana Charlie Chaplin, Michael Caine, Rita Hayworth, Yul Brynner, Bob Hoskins og Tracey Ullman. Loks eru knattspyrnumennirnir Dejan Savićević (AC Milan/Svartfjallaland), Zvonimir Boban (AC Milan/Króatía), Milan Baroš (Liverpool/Tékkland) og Jesús Navas (Mancester City/Spánn) af Róma-kyni.

Sjá einnig hér.